Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 50

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 50
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Karfinn er hávaxinn og frekar þunnur beinfiskur með stóran haus. Kjaftur hans er stór og tennur á skoltum eru smáar og augu eru stór. Á vangabeini eru fimm gaddar og á tálknaloksbeini eru tveir broddar. Bakuggi er langur með broddgeislum og liðgeisla. Raufaruggi er stuttur og settur saman af broddgeislum og liðgeislum, rétt eins og bakuggi. Eyruggar eru stórir og kviðuggar vel þroskaðir umdir fremri rótum eyrugga. Sporður er stór og hreistur er stórt og rák er greinileg. Litur karfans er rauður og appelsínugulur á baki og hliðum en hvítur á kviði. Hann getur náð 90-100 cm lengd en er sjaldan lengri en 40-50 cm. Karfinn lifir í Norður-Atlantshafi beggja vegna. Hann er í norðanverðum Norðursjó, við norðanvert Skotland, Færeyjar og Island. Hann er á landgrunninu og meðfram því frá íslandi til Austur- og Vestur-Grænlands. Hann er við Labrador og Nýfundnaland og allt suður í Maineflóa í Bandaríkjunum. Langmest er af karfanum fyrir vestanverðu Islandi en þó finnst hann allt í kringum landið. Karfinn er miðsævis- og botnfiskur sem heldur sig einkum á 100-300 metra dýpi við 3-8°C en hann finnst alveg niður á 1000 metra dýpi. Fullorðinn karfi flækist víða um í fæðuleit og árlega heldur hann til gotstöðvanna. Fæða karfans er einkum smá svifdýr þegar hann er ungur eða minni en 20 cm, en fullorðnir karfar éta einkum ljósátu og ýmsa fiska eins og síld, loðnu, ýmsa þorskfiska og auk þess rækju. Karfinn gýtur lifandi afkvæmum en hrygnir ekki eins og flestir beinfiskar. Hann gýtur 37 þúsund til 350 þúsund lirfum í hverju goti og eru lirfurnar 5-7 mm langar við klak. Karfahængarnir frjóvga hrygnurnar á haustin og fyrri hluta vetrar. Klakið tekur 4-5 vikur og got fer fram í apríl til maí og sennilega á 200-500 metra dýpi, upp í sjó og við 4-8°C. Aðalgotstöðvar karfa í Norðaustur-Atlantshafi munu vera suðvestur af Islandi og undan vesturströnd Noregs á milli Lófóten og Finnmerkur. I Norðvestur-Atlantshafi eru gotstöðvar undan ströndum Norður-Ameríku og í Davissundi. Mjög hefur reynst erfitt að aldursákvarða karfa en sennilega er hann mjög seinvaxta fiskur og ekki kynþroska fyrr en 14-16 ára. Karfaveiðar hófust ekki að neinu ráði á íslandi fyrr en eftir 1930. Afli íslendinga frá því um 1980 hefur verið um 90 þúsund tonn á ári. KR0SSGÁTAN we. (jlqeré- afíéiaq Treqa fatclcli S'/aU Durgur Kormst yfir S •VtLq- urinn Su6a Mann G o/reyni um Til £fta Samhi 'Ora Gre'mir Laqfcen f/einci Bergmk Hirassir endar Skraut Haust- lamb Svara 'fíLpas t mt Nissa af skipi i 1. Kadfail- ano. tijifatíS' * \j > Pokanum Op&ins 3. * > Falié í húsi Hufída \i s » í rv / V » \ / V v/ Ariif Smalcta Rí S nprt* V V > \ / (o. V ■ V í eqai \ /ÍW- u<r\ax 5. - \/ V y Hestur Ryk Afírima s/ : * ► V/ 7 þófinn Hina Súka * °r. V ► V

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.