Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 43

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 43
UMHVERFISMÁL um útrýmingu tegunda dýra og plantna. Það er augljóst dæmi um fólk sem flýr ábyrgðina eftir að hafa málað sig út í horn. Líffræðingar nota þau rök að hver sem efast skuli sjálfur fara inn í frumskóginn og framkvæma rannsóknir líffræðinganna. Líf- fræðingarnir þekkja nefnilega nú þegar samhengi hlutanna í heim- inum. I raun og veru biðja líffræð- ingarnir samfélagið um óútfylltan tékka til þess að bjarga einhverju, sem við vitum ekki hvort er ógn- að - eða hvort yfirhöfuð til. Það geta ekki margir faghópar leyft sér að leggja af stað með slíkar röksemdir. Málflutningur sem skapar alvöruþrungið andrúmsloft Það hefur víðtækar afleiðingar að taka aðvaranir líffræðinga um út- rýmingu tegunda alvarlega. Við höfum samþykkt yfirlýsingu Ríó ráðstefnunnar frá 1992 einmitt vegna „viðvörunarbjöllu um út- rýmingu tegundanna." Hún legg- ur okkur skyldur á herðar um að hugsa um verndun tegunda í póli- tískum ákvörðunum. Evrópska umhverfisgreinargerðin (Dobris) setur einnig líffræðilega fjöl- breytni hátt á lista yfir þau vanda- mál sem Evrópa stendur frammi fyrir. Við krefjumst þess að þróunar- löndin hætti að fella regnskóga sína þrátt fyrir að við höfum sjálf fellt 99% af okkar skógum. Harvard líffræðinginn E.O. Wilson er ákafur talsmaður þeirr- ar kröfu að Bandaríkin geri áætl- un um stórkostlegan flutning alls fólks svo hægt sé að endurheimta náttúrulegar, villtar aðstæður á stórum hluta meginlands Norður- Ameríku. Fólk á síðan að lifa í litlum aflokuðum eyjum stór- borga. Hvers vegna var yfirlýsingin um líffræðilegan fjölbreytileika samþykkt? Hvers vegna á að bjarga regnskógunum? Svar líf- fræðinganna er alltaf: „Til þess að bjarga 40.000 tegundum frá því að deyja út á ár hverju.“ Dramat- ísk tala sem er búin til í líkönum; tala sem reglulega og ítrekað er messuð yfir okkkur þar til við trú- um öll á hana. Tala sem er sett fram á óheflaðan hátt til þess að skapa alvöruþrungið andrúmsloft fýrir nauðsyn pólitískra athafna. Og þetta er tala sem stemmir yfirhöfuð ekki við raunveruleik- ann. Tilvitnanaskrá 1. Wilson og Ehrlich i Science 1991:759 2. Simberloff i Whitmore & Sayer: Tropical Deforestation and Species Extinction; IUCN 1992:85 3. Lugo i Wilson & Peter: Biodi- versity; National Academy Press 1988:60 4. Science 1991:738.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.