Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 15
HVALVEIÐAR - FRÉTTASKÝRING Grundvallarmunur er á sjónarmiðum meðal fulltrúa þeirra ríkja sem eru aðilar að Alþjóða hvalveiðiráðinu hvort hefja skuli hvalveiðar að nýju. Ársfundur ráðsins, sem nýlega er afstaðinn, skilaði ekki þeim árangri að það sé handan við hornið að hvalveiðar hefjist að nýju. Þetta er mat Kristínar Haraldsdóttur, lögfræðings í sjáv- arútvegsráðuneytinu, en hún var annar tveggja áheyrn- arfulltrúa íslendinga á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn var í Adelaide í Ástralíu í byrjun júlí. Fjölmörg málefni voru til umfjöllunar á þessum fundi og sjónarmiðin mörg. Kristín segir að margt hafi borið á góma, meðal annars hafi Nýsjálendingar og Astralíumenn lagt fram tillögu um grið- arsvæði hvala í Suður-Kyrrahafi en sú til- laga náði ekki í gegn. Þá var til umræðu endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða, en að því verði komið á laggirnar er í raun for- senda þess að hvalveiðibanninu verði aflétt. Samstaða náðist ekki um málið og vegur þar þyngst neikvæð afstaða áhrifa- mikilla þjóða á borð við Breta, Nýsjá- lendinga, Ástrala og Bandaríkjamanna, en þrjá fjórðu hluta greiddra atvæða þarf til þess að mál af þessum toga séu sam- þykkt af Alþjóða hvalveiðiráðinu. „Skeyta hvorki um skömm né heiður" En hverja telja t.d. stjórnmálamenn stöðu hvalveiðimála Islendinga um þessar mundir og er líklegt að veiðar verði hafn- ar að nýju í náinni framtíð. Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segist aldrei hafa verið bjartsýnn á að hvalveiðar verði hafnar að nýju fyrir tilstiili Alþjóða hvalveiðiráðsins. „Einstaka menn og þjóðir innan vé- banda ráðsins eru á móti hvalveiðum og í klókindaskyni er reynt að gera okkur þetta jafn dýrt og andstyggilegt og hugs- ast getur, meðal annars með því að koma sífellt með meiri kröfur um tæknibúnað og annað vegna veiðanna. Sumir skeyta hvorki um skömm eða heiður og líta á hvalina sem dekurdýr til þess að leika sér við.“ Einar bendir á að fyrir rúmu einu ári hafi Alþingi samþykkt þingsályktunar- tillögu um að hefja hvalveiðar að nýju og það við fyrsta hentugleik. „Svigrúmið til þess að draga það að hefja veiðarnar er ekki mikið og við verð- um að hefjast handa sem fyrst,“ segir Ein- ar, sem telur eðlilegt að veiðarnar verði stundaðar í atvinnuskyni og að farið verði Hvalskurður í ÓLafsfirói í þá gömlu góðu daga þegar hvalveiðar þóttu ekki tiltökumál? Eru hvaleiðar hér við land aðeins minningin ein - eða von sem senn rætist?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.