Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 29

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 29
ÆGISVIÐTALIÐ höfum. Og menn verða að muna að þeir sem kaupa gera það á eigin ábyrgð. Það þýðir ekkert að kaupa dýran kvóta og koma svo til ríkisins og biðja um að- stoð. Verðlagið á aflaheimildunum hefur ekki bara hækkað. Það má benda á rækjuna þar sem verðmæt- in hafa minnkað verulega vegna þess að úthlutun hef- ur dregist saman. Þeir sem keyptu veiðiheimildir í rækju fá hvergi endurgreiðslu. En ef ekki væri hægt að fara með fjármuni út úr kerfinu myndu þeir ekki selja, sem gera það nú, og þar með næðist ekki sú hagkvæmni sem þarf að nást. Þarna rekast þessi sjónarmið á. Núverandi kerfi er orðið 17 ára gamalt og það er orðið mjög erfitt að greina í sundur hvað menn eru að selja. Hluti þess eru vissulega veiðiheimildir en við það bætist rekstr- arárangur og fleira. I sumum tilvikum eru menn ein- göngu að selja veiðiheimildir en þá er söluhagnaður- inn skattlagður. I vissum tilvikum er þó unnt að fresta skattgreiðslum með því að fjárfesta í öðrum rekstri. En þegar allt er skoðað held ég að þessi kost- ur sé sá besti sem er í boði og það er ekki hægt að líta fram hjá því sem gerst hefur og segja að nú eigi bara að byrja allt upp á nýtt!" — Það er mikið rætt um að sátt þurfi að ríkja um fiskveiðistjórnunina. Er hægt að ná einhverri sátt um hana? „Það er alveg ljóst að það næst aldrei allsherjarsátt sem allir geta unað við. Við höfum sett okkur tvö meginmarkmið sem eru að varðveita fiskistofnana og ná hámarksafrakstri af nýtingu þeirra. Þetta erum við að gera og ljóst að það er ekki pláss fyrir alla sem vilja gera út. Það er líka ljóst að hagkvæmni næst ekki með því að deila fiskveiðiheimildunum út til allrar þjóðarinnar. Meginmarkmiðið er að reyna ná sem mestu út úr fiskistofnunum fyrir þjóðarheildina og það er einungis hægt með því að takmarka veiðarnar. Þess vegna verður aldrei algjör sátt um það hvernig við högum fiskveiðistjórninni. Það er búið að gera margar málamiðlanir í þróun kerfisins og ég er ekki til viðræðu um að fórna hag- kvæmninni. Þá teldi ég verr af stað farið en heima setið. Það er óskynsamlegt." Enn deilt um verðmyndunina Nú standa yfir viðræður um kjarasamninga sjómanna sem eru lausir í haust. Þegar blaðamaður kom á skrif- stofur LIU í Hafnarhvoli mætti hann öllum helstu forystumönnum sjómanna sem voru að koma af fundi með útgerðarmönnum. Það lá því beint við að spyrja Friðrik hvernig samningaviðræðurnar legðust í hann. „Eg vona að samningar náist en málin eru á því stigi að ómögulegt er að segja til um hvernig þau mál þróast. Meginkrafa sjómanna og sú sem mestur ágreiningur er um snýst um verðmyndun á fiski. Þeir krefjast þess að hún fari fram á fiskmarkaði eða taki mið af markaðsverði. A þetta getum við ekki fallist. Verðmyndunin á sér stað á mörkuðum að hluta til en þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi er mikil- vægt að fyrirtækin geti stýrt veiðum, vinnslu og markaðsstarfi í því skyni að viðhalda stöðugleika í rekstri. Þess vegna getum við ekki fallist á að senda allan fisk á markað til þess eins að hækka laun sjó- manna.“ - En nú eru launakjör sjómanna mjög misjöfn eft- ir stærð skipa, útgerðarflokkum og fleiru. Er ekki mjög erfitt að ná heildarsamningum um kaup og kjör? „Jú, nú er þetta þannig að hluti af kjörum sjó- manna er háður beinum samningum við útgerðina um fiskverð. I öðrum tilvikum er það ekki og þetta tel ég að þyrfti að samræma þannig að allar útgerðir gætu samið við áhafnir sínar um fiskverð. Þá er launakerfi sjómanna með þeim ólíkindum að ef út- gerðin fjárfestir í nýrri tækni eða búnaði sem leiðir til þess að unnt er að fækka í áhöfn þá eykst heildar- launakostnaðurinn. Þetta þekkist auðvitað hvergi annars staðar og verður að breytast. Einhverra hluta vegna hefur þó ekki verið unnt að ná samkomulagi við sjómenn um svo sjálfsagðan hlut sem þennan." — Að lokum, Friðrik, finnst þér íslenskir sjómenn vera vel launaðir? „Já, sem betur fer enda eiga sjómenn, eðlis starfsins „Meginmarkmiðið er að reyna ná sem mestu út úr fiski- stofnunum fyrir þjóðarheildina og það er einungis hægt með þvi að takmarka veiðarnar. Þess vegna verður aldrei algjör sátt um það hvernig við hög- um fiskveiðistjórn- inn," segir framkvæmdastjóri LÍÚ. „Það er búið að gera margar málamiölanir i þróun kerfisins og ég er ekki til viðræóu um að fórna hagkvæmninni. Þá teldi ég verr af staö farið en heima setið. Það er óskynsamlegt." vegna, að hafa hærra kaup en þeir sem sinna sambæri- legum störfum í landi. Óskastaða útgerðarmanna er sú að fiskistofnarnir séu sterkir, skipin hafi góðar veiðiheimildir svo að hægt sé að nýta þau með fullum afköstum og hafa arð af útgerðinni. Einungis þannig geta sjómenn haft góð laun og tekið sér eðlileg frí,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viðtal: Þröstur Haraldsson Ljósmyndir: Haukur Snorrason

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.