Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 25

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI Rafræn skráning verðbréfa hafin: Hlutabréfin verða rafræn - „auðvelt og hagkvæmt fyrir fyrirtæki að færa hlutabréf yfir í rafrænt form," segir Einar Sigurjónsson hjá Verðbréfaskráningu íslands Nú í sumarbyrjun hófst rafræn útgáfa og skráning verðbréfa hér á landi. Verðbréfa- skráning Islands stendur að baki þessari þjónustu og hefur undirbúningur staðið um tveggja ára skeið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Islands, telur að vöxtur eigi eftir að verða mikill hér á landi í rafrænum verðbréfa- viðskiptum. „Fyrstu hlutabréfin sem skráð voru með rafrænum hætti hjá okkur voru hlutabréf Ossurar hf. og í kjölfarið fylgdu ríkisverðbréf ýmis konar. Okkar hlutverk er að halda á kerfisbundinn hátt utan um rafræn viðskipti og allir þeir sem eiga raf- ræn verðbréf eignast í raun rafrænan verðbréfareikning hjá okkur og eini mun- urinn á hinum hefðbundnu viðskiptum er sá að að baki standa rafrænar færslur en ekki pappírsmeðhöndlun með tilheyrandi umstangi," segir Einar. I sjávarútvegin- um hefur orðið hröð markaðsvæðing á undanförnum árum og þúsundum sam- an eiga Islendingar hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækjunum. Einar telur að í þessari atvinnu- grein, líkt og öllum öðrum, verði þróunin sú að pappírsbréfin verði gerð ógild og í staðinn gefin út svokölluð rafræn hlutabréf. En hvernig gerist það að hlutabréf verði gerð ógild? Einar segir þetta ferli í raun ofureinfalt. Eftir að fyrirtæki hafi ákveðið að færa sín hlutabréf yfir í rafrænt form hafi þau samband við sína viðskiptabanka eða snúi sér beint til Verðbréfaskráningar Islands og gangi þannig frá áformum sínum um rafræna skráningu. í kjölfarið eru síðan gefnar út tilkynningar og auglýsingar um að pappírshlutabréf í viðkomandi fyrir- tæki verði ógild frá tilteknum degi og þess í stað eignist viðkomandi hluthafar rafræn hlutabréf. „Þetta er í raun hagræði fyrir alla. Það sparast kostnaður vegna útgáfu hluta- bréfa og umstang vegna viðskipta með þau minnkar verulega. Eigendur hluta- bréfanna fá sín bréf á nýju formi og eiga líka auðveldara með alla umsýslu þegar ekki þarf að meðhöndla pappírinn. Ég held því að þetta sé framtíðartækni sem muni verða allsráðandi á markaðnum innan fárra ára,“ segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfarskráningar Islands. Einar Siquriónsson. c G A R V c M £ * r Á R E V N ' * TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF. AÐALSTRÆTI 6-8 • 101 REYKJAVÍK SÍMI 51 5 2000 • www.tmhf.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.