Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 20
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-GUNNVÖR HF Ltiíðiín frá fjölskyldufyrirtæki til markaðsfyrirtækis Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. varð til á árinu 1999 með sameiningu Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og Gunn- varar hf. á ísafirði. Fimm sjávarútvegsfyrirtæki á Vest- fjörðum sameinuðust einnig Hraðfrystihúsinu-Gunn- vöru hf. í kjölfarið, þ.e. Ishúsfélag ísfirðinga hf., Mjölvinnslan hf., Harðfiskstöðin ehf., Fiskiðjan ehf. og Tog ehf. Óhætt er að segja að upphafið að þessu mikla samrunaferli sé að leita í starfsemi Hraðfrystihússins f Hnífsdal sem hefur jafnt og þétt styrkt stöðu sína á undan- förnum árum og hafði þegar sameinast öðrum félögum, t.d. Frosta hf. í Súðavík, útgerðarfyrirtækinu Króknesi ehf., út- gerðarfélaginu Oddi ehf., Þorgrfmi ehf. og dótturfélaginu Miðfelli hf. Allar urðu þessar sameiningar í kjölfar þeirrar ákvörðunar eigenda Hraðfrystihússins hf. á árinu 1996 að opna félagið og breyta því úr fjölskyldu- fyrirtæki í opið markaðsfélag. Rétt er hér að staldra nánar við sögu Hraðfrysti- hússins hf. Félagið var stofnað þann 19. janúar 1941 af nokkrum útgerðarmönnum í Hnífsdal og fleiri at- hafnamönnum í byggðarlaginu. Fyrstu stjórn þess skipuðu þeir Páll Pálsson (formaður), Hjörtur Guðmunds- son og Elías Ingimarsson sem jafnframt var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. I höfuð Páls heitir einn af núverandi togur- um félagsins en skip með þessu nafni hef- ur lengi verið til hjá félaginu. Einar Steindórsson gegndi framkvæmdastjóra- stöðunni frá 1946 til 1977 en þá tók Konráð Jakobsson við framkvæmdastjórn og gengdi því starfi til 2. október 1999. Núverandi framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar er Einar Valur Krist- jánsson. Tilgangur félagsins var x upphafi að byggja hraðfrystihús í Hnífsdal til fryst- ingar og sölu á alls kyns fiski og beitu- síld, eins og segir í stofnsamningi félags- ins. Strax við stofnun félagsins hófst und- irbúningur vegna fyrirhugaðrar bygging- ar hraðfrystihússins og kaupa á vélum og tækjum til starfseminnar. Miðfell hf. var stofnað árið 1964, en fyrirtækið var dótturfélag Hraðfrysti- hússins hf. Miðfell lét smíða 264 tonna stálskip í A-Þýskalandi sem fékk nafnið Guðrún Guðleifsdóttir ÍS-102. Þar með var Hraðfrystihúsið hf. farið að afla sjáv- arfangs fyrir eigin vinnslu og þurfti þ.a.l. ekki að byggja eins mikið á aðkeyptu hráefni. Arið 1971 urðu straumhvörf í starf- seminni þegar stjórn Miðfells samþykkti að láta byggja skuttogara í Japan. Togar- inn fékk nafnið Páll Pálsson ÍS-102. Tog- arinn kom til landsins í ársbyrjun 1973 en við það jókst hráefnisöflun félagsins og varð tryggari en áður. Samhliða komu togarans var frystihús félagsins nánast endurbyggt frá grunni á árunum 1972- 1974. Seinnihluta ársins 1995 urðu miklar umræður um rekstur og eignarhald fé- lagsins. Félagið hafði verið lokað hlutafé- lag (fjölskyldufyrirtæki) þar sem hömlur voru á meðferð hlutabréfa. Á stjórnar- fundi þann 20. desember 1996 var sam- þykkt að opna félagið, aflétta hömlum á meðferð hlutabréfa í félaginu og auka fjölbreytni þess á sviði sjávarútvegs. Á hluthafafundi þann 19- janúar 1997 kynnti stjórn félagsins hluthöfum hug- myndir sínar. I framhaldi af hluthafa- fundinum var stjórn Hraðfrystihússins hf. sammála um að óska eftir viðræðum við stjórn Frosta hf. í Súðavík um samein- ingu félaganna. Niðurstaða þeirra við- Togarafloti Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS-102 583 brúttólestir Lengd: 57,89 m Breidd: 9,50 m Byggóur í Muroran í Japan árið 1972. Lengdur og endur- byggður í PóLLandi árið 1988. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS-270 772 brúttólestir Lengd: 57,58 m Breidd: 12,10 m Byggður í Szczecin PóLLandi árið 1989.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.