Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 41

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 41
frá þeirri tíðni sem hefur raun- verulega verið athuguð, sem er 1/4, ein og hugsanlega hundrað tegundir á ári. Fullyrðing hans er 40.000 sinnum hærri en hans eig- in gögn sýna, 10.000 sinnum hærri en þær athuganir sem hafa sýnt mesta tíðni og 400 sinnum stærri en hæstu ágiskanir. Talan 40.000 tegundir kom samt fram og náði til milljóna fólks um allan heim. Útrýming tegunda og eyðing regnskóga Árið 1980 fékk Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, í hendur afar áhrifaríka umhverfisskýrslu, sem kölluð var Global 2000. Meðal margra annarra viðfangs- efna fjallaði skýrslan um útrým- ingu tegundanna. I skýrslunni bjó líffræðingurinn Thomas Lovejoy til líkan um hina villandi tölu Myers um tegundirnar 40.000. Líkan Thomas Lovejoy er í raun og veru afar einfalt. Margar teg- undir lifa f hitabeltisskógunum. Ef við látum hitabeltisskógana óhreyfða gerist ekkert. Ef við fell- um skógana munu allar tegundir þar hverfa. Lovejoy gerir síðan ráð fyrir að ef við fellum helming skóganna muni helmingur teg- undanna hverfa. Þar höfum við það. Með því að gera ráð fyrir helmings minnkun skóganna á tuttugu árum muni það valda helmings fækkun teg- undanna á því svæði. Það mun síðan leiða til 20% fækkunar þeirra tegunda sem finnast í heiminum. Þetta festi í sessi þýðingu regn- skóganna fyrir hinn vestræna heim. Þegar litið er framhjá daðr- inu við regnskógana sem „lungu jarðar" (sem er ósönn saga), er þetta fyrst og fremst ástæðan fyrir óskum okkar um að bjarga regn- skógunum. Hvað er það sem fullyrt er að muni deyja út? Margir halda að um sé að ræða indverska fíla, grá- hval og maghonytré með breiðu blöðin. Nei, svo er ekki því yflr 96% tegundanna eru bjöllur, maurar, flugur, smásæir ormar og sveppir, ásamt bakteríum og vírusum. Það er óljóst hve mikið það hefði þýtt fyrir hinn pólitíska stuðning við björgun regnskóg- anna ef líffræðingarnir hefðu lagt áherslu á að það væru fyrst og fremst skordýr, bakteríur og vírusar sem væru að deyja út. En aðalatriðið er að sjálfsögðu hvort hið einfalda samhengi á milli eyðingar skóga og útdauða tegundanna stenst. Fjöldinn og flatarmálið Samhengið á milli fjölda tegunda og flatarmáls var sett fram af líf- fræðingnum E. O. Wilson á sjö- unda áratugnum og svo að segja allar tölur um útrýmingu tegunda byggja á því líkani. Það virðist byggt á miklu innsæi: Því meira rými sem er til staðar, því fleiri tegundir geta þrifist. Kenningin var sett fram til þess að útskýra fjölda tegunda á eyjum og virkaði vel þar. Wilson setti fram þumal- fingursreglu: Ef rýmið minnkar um 90% fækkar tegundum um helming. Eðlilega þarf að spyrja hvort hægt sé að heimfæra kenninguna upp á regnskógana. Ef eyjar minnka geta dýr ekkert flúið, en ef regnskógar eru höggnir geta mörg dýr og plöntur haldið áfram að lifa á nærliggjandi svæðum. Það er fróðlegt að líta á okkar eigin tilraunir, sem gerðar hafa verið í Evrópu og í Norður-Amer- íku. I báðum þessum álfum hafa skógar verið minnkaðir um nálega 98-99%. I Bandaríkjunum gerð- ist það á aðeins 200 árum en engu að síður varð afleiðingin aðeins sú að ein tegund skógarfugla leið undir lok. Fyrst ekki gerðist UMHVERFISMÁL meira þar, hví ætti að gera ráð fyr- ir að fjöldi dýra yrði í útrýmingar- hættu í regnskógunum, spyr líf- fræðingurinn Simberloff.2 Það er aðeins vitað um eina um- fangsmikla rannsókn úr hitabelt- inu af þessu tagi. Sú rannsókn kannaði aðstæður á Puerto Rico. Þar voru 99% af upphaflegum Það er auðvitað vandkvæðum bundið að taka afstöðu sem gerir ráð fyrir að allt í einu sé óþarft að koma með staðfest rök í umræðu um útrýmingu tegunda dýra og plantna. Það er augljóst dæmi um fóLk sem flýr ábyrgðina eftir að hafa málað sig út í horn. skógi felld og 7 af 60 fuglateg- undum dóu út. Engu að síður eiga nú 97 fuglategundir heimkynni í eynni. Það er sem sagt ekki ástæða til þess að ætla að þumalfingurs- regla Wilsons standist. Og það vekur enn frekar furðu að þótt skógurinn hafi minnkað um 99% fjölgaði fuglategundum. Hvernig getur staðið á þessu? Ástæðan er líklega sú að heildar- flatarmál skóga varð aldrei minna en 10-15% af eyjunni vegna ræktunar nýrra skóga. Við höld- um alltaf að þegar regnskógar eru felldir verði það svæði nýtt til Fjöldi skráðra tegunda og skjalfestur fjöldi útdauðra tegunda frá 1600 til okkar tima. Ætt Fjöldi ca. Útrýmt síðan árið 1600 Spendýr 4,000 83 Fuglar 9,000 113 Skriðdýr 6,300 21 Skordýr 4,200 2 Fiskar 19,100 23 Lindýr >1,000,000 98 PLöntur 250,000 384 Samtals ca. 1,500,000 724 HeimiLd: Reid (1992:56).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.