Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 21

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 21
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-GUNNVÖR HF. ræðna var sú að félögin voru sameinuð í eitt öflugt félag þann 30. apríl 1997 und- ir nafni Hraðfrystihússins hf. Að þessari sameiningu kom einnig dótturfélag Hraðfrystihússins hf., útgerðarfélagið Miðfell hf. en 1. janúar 1997 hafði Frosti hf. sameinast dótturfélagi sínu Álftfirð- ingi hf. undir nafni Frosta hf. Starfsemi Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. Starfsemi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. skiptist í fjögur megin svið, þ.e. út- gerð, sjófrystingu, rækjuvinnslu og bol- fiskvinnslu. Utgerð félagsins sér um hrá- efnisöflun fyrir rækjuverksmiðjuna í Súðavík og bolfiskvinnsluna í Hnífsdal. Félagið hefur sérhæft sig í vinnslu þorsk-, ýsu-, grálúðu- og rækjuafurða með það að markmiði að hagræða í rekstrinum. Aðrar fisktegundir sem fé- lagið hefur aflaheimildir fyrir fara á markað eða er skipt út fyrir ofangreindar tegundir til að auka enn frekar sérhæf- ingu og hagkvæmni í rekstrinum. Sjö skip gerð út Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. gerir út 7 skip. Frystitogarann Júlíus Geirmunds- son ÍS-270, ísfisktogarana Andey IS-440, Framnes ÍS-708, Pál Pálsson ÍS-102, Stefni ÍS-28, og rækjubátana Örn ÍS-31, og Báru ÍS-66. Sjófrysting ein af þremur máttarstoðum Sjófrysting er ein af þremur megin fram- leiðslueiningum Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. Með ríflegum þorsk- og grálúðukvóta er afkastageta frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar IS-270 tryggð. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. sér um alla sölu á sjófrystum afurðum fyrirtækis- ins. Fullkomin rækjuvinnsla í Súðavík Rækjuverksmiðja félagsins hefur verið starfrækt í Súðavík samfellt frá árinu 1973. Á árunum 1993 og 1994 var verk- smiðjan endurbyggð og er í dag búin fullkomnasta búnaði sem völ er á. Sá bún- aður gerir verksmiðjuna mjög samkeppn- isfæra með tilliti til nýtingar hráefnis, umbúða- og launakostnaðar, ásamt vali á stærð pakkninga. Hráefni til verksmiðj- unnar hefur verið á milli 4 og 5 þúsund tonn á ári, sem ýmist er ferskt eða frosið. Fyrirtækið getur þar af leiðandi boðið fjölbreyttar afurðir hvort sem er einfryst- ar eða tvífrystar í smápokum eða í stærri einingum til breiðs hóps kaupenda um allan heim. Með reglulegum heimsókn- um fulltrúa verslunarkeðja í Bretlandi eru húsnæði og búnaður, gæðakerfi (þ.m.t. HACCP-kerfi) og stjórnun vinnslunnar undir stöðugu eftirliti. Rækjuverksmiðjan er samþykkt og við- urkennd af þessum kröfuhörðustu kaup- endum pillaðrar rækju. Ferskfiskframleiðslan eykst I Hnífsdal hefur verið starfrækt frystihús frá stofnun félagsins. Framleiðslan bygg- ir á vinnslu úr fersku hráefni, aðallega þorski og ýsu, sem að stærstum hluta er afli ísfisktogarans Páls Pálssonar IS-102. Hráefnisöflunin hefur því byggst á ríf- legum eigin þorskkvóta auk þess sem lítill hluti hráefnis er keyptur af fisk- mörkuðum og smærri útgerðum á svæð- inu. Framleiðsluvörur fiskvinnslunnar eru að stærstum hluta hefðbundnar fryst- ar afurðir fyrir Bandaríkjamarkað og að hluta til fyrir Evrópumarkað. Á síðast- liðnum tveimur árum hefur aukinn hluti framleiðslunnar verið fluttur ferskur á markað erlendis. Þeim afurðum er ekið frá vinnslu í Hnífsdal til Keflavíkurflug- vallar og þær fluttar áfram með flugi til kaupenda erlendis, aðallega í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Með áherslu á samhæfingu veiða og vinnslu hefur tekist að halda jafnri vinnslu árið um kring, þannig að kaupendur geta betur reitt sig á áreiðanleika í afhendingu vörunnar. Það er best tryggt með öruggri hráefnisöflun sem byggir á öflugu eigin ísfiskskipi með mikinn þorskkvóta og nálægð við gjöful þorsk- og ýsumið. Hráefni til vinnslunn- ar hefur numið rúmum 4 þúsund tonnum undanfarin ár. Unnið fyrir kröfuharða kaupendur Mikið starf hefur verið unnið við upp- byggingu gæðakerfis fyrir skip, rækju- og fiskvinnslu fyrirtækisins sem hefur gert þvf kleift að framleiða afurðir fyrir kröfuhörðustu kaupendur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Gæðakerfið nær til skipanna sem afla vinnslunum hráefnis, innkaupa á öðrum aðföngum, vinnslueft- irlits (HACCP), starfsmanna, húsnæðis og búnaðar, meðferðar skjala, stjórnunar og margra annarra þátta er lúta að fram- leiðslu afurða fyrirtækisins. Allar skrán- ingar, sem ýmist eru handskráðar, skráð- ar beint á lyklaborð eða lesnar af strika- merkjum, eru síðan samhæfðar í einu öfl- ugu nettengdu kerfi, Navision Financi- als, hugbúnaðarkerfi frá Tölvumyndum. Togarafloti Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. ísfisktogarinn Framnes ÍS-708 407 brúttóLestir Lengd: 46,56 m Breidd: 9,50 m Byggður i Flekkefjord í Noregi árið 1973. ísfisktogarinn Stefnir ÍS-28 431 brúttóLestir Lengd: 49,85 m Breidd: 9,50 m Byggður í Flekkefjord i Noregi 1976 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.