Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2000, Page 12

Ægir - 01.07.2000, Page 12
FRÉTTIR Sá guli er vænn hjá smábátakörlunum fyrir vestan. Róbert Georgsson heldur á gotþorski. Hærra verð fyrir fiskinn á Bretlandsmarkaði - segir Óttar Már Ingvarsson á Flugöldunni SF-5 „Við þeysumst á milli hafna og lands- horna eftir dyntum þorsksins. Síðustu daga erum við búnir að vera hér á Suður- eyri, en erum að gera okkur klára núna í að fara austur á Þórshöfn enda hefur verið góð veiði við Langanes að undanförnu," sagði Óttar M. Ingvarsson á Flugöldunni SF-5, þegar tíðindamaður Ægis hitti hann við höfnina á Suðureyri á dögunum. Sem endranær er mikill fjöldi smábáta gerður út í sumar frá Vestfjörðum, en svo virðist sem smábátamenn rói víðar í sumar en oft áður. Smábátakarlar hafa til dæmis mikið verið að róa frá höfnum á Norðurlandi eða þaðan sem styst er í góð aflabrögð hverju sinni. Óttar kom á Suðureyri um 20. júní og reri þaðan í nálega þrjár vikur. Aflann seldi hann m.a. á markað, en einnig beint með gámaútflutningi á Bretlandsmarkað og annaðist Fiskmarkaður Vestfjarða þá sölu. „Verðin á innanlandsmörkuðunum hafa verið lág í sumar, meðal annars vegna þess að þorskurinn hefur verið frekar smár. Meðalverðið hefur verið 105 til 110 krónur. Það hefur skilað okkur 10 til 15% hærra verði að selja fiskinn slægðan beint á Bretlandsmarkað," segir Óttar. „Menn eru að þeytast þvert á milli landshorna til þess að ná að vera þar sem aflinn er hverju sinni. Fjöldi sóknardaga er takmarkaður og því er mikilvægt að nota hvern dag sem best og róa á sem aflasælust mið, ef það getur skilað mönn- um tonninu meira þann daginn. En auð- vitað teljum vð það lítið að fá aðeins 23 sóknardaga á ári,“ segir Óttar. Þeir róa eftir dyntum þorsksins. Pétur Þór Lárus- son og Óttar Már Ingvarsson, til hægri, um borð i FLugöldunni í höfninni á Suðureyri.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.