Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 44

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 44
iBÆKUR íslensk skip Á síðasta ári kom út hjá bókaforlaginu Iðunni ritið Islensk skip. Eins og fyrr er það Jón Björnsson frá Bólstaðahlíð sem ritstýrir verkinu, en hann stóð fyrir út- gáfu á Islenskum skipum sem kom út í fjórum bindum árið 1990. Islensk skip 1- 4 frá 1990 fjallar um íslensk skip á tutt- ugustu öldinni. I raun eru bækurnar sem komu út á árinu 1999 framhald og úr- bætur við útgáfuna frá 1990 og færi bet- ur að þær væru merktar sem slíkar, þannig að útgáfan 1999 væri fimmta til níunda þók í ritröðinni Islensk skip, eins og þær eru í raun. Að þessu sinni eru bækurnar fimm. Fyrstu fjögur bindin fjalla um smábáta- flotann, eða trillurnar eins þessi báta- flokkur er stundum nefndur. Fimmta bindið fjallar um ný skip og báta sem hafa bæst í íslenskan flota frá 1990, þ.e. eftir útgáfu fyrri bókanna. Bækurnar gefa glögga mynd af skipastól landsmanna á öldinni sem er að líða og eru fagnaðarefni fyrir áhugamenn um íslensk skip og báta. I bókunum eru margar heillandi í byijun aldarinnar var Ottó Wathne á Seyðis- firði umsvifamikitl í útgerðarmaður. Hann gerói m.a. út hjólaskipið Njord NS-49, eina hjóla- skipið sem ístendingar hafa eignast. myndir af gömlum skipum sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi fyrr. Ritið er í heild mikið upplýsingarit, en jafn- framt uppfletti- og afþreyingarit. Fyrir grúskara er upplýsingagildi ritsins ómet- anlegt. Þar má finna sögu skipanna og upplýsingar um eigendur þeirra, hvar skipin hafa verið skráð, hvar smíðuð, hvernig þau hafi komið í íslenskan flota, hver afdrif þeirra hafi orðið, ásamt mæl- ingu og vélastærð. Skipin eru flokkuð niður eftir umdæmisstöfum og gefur sú flokkun nokkra innsýn í útgerðarsögu einstakra staða. Aftast í fjórðu og fimmtu bók eru að- gengilegar skrár sem eiga við um skipin sem bækurnar taka til. Um er að ræða nafnaskrár skipa með umdæmisstöfum, skrá um skipaskrárnúmer og myndaskrá, ásamt nöfnum ljósmyndara. Merkilegustu heimildirnar eru eflaust ljósmyndir og teiknaðar myndir af göml- um skipum sem eru horfin úr flotanum. Þessar myndir sýna glöggt hvernig skip og bátar hafa breyst á öldinni. Skúturnar, togararnir, vélbátavæðingin, fýrstu stóru línuskipin, flutningaskipin, nýjustu skemmtiskipin og tækni hvers tíma fylla hugann við lestur bókanna. Seglin, gufu- vélarnar og mótorarnir hafa vikið og nú er díselvélin og stálskipin allsráðandi. r Allt tll KróKaueiða Sjálfvirk línukerfi og færavindur fyrir allar stæröir báta Úrvals færakrókar á frábæru veröi VAKI Ármúla 44-108 Reykjavík Lónsbakka ■ 603 Akureyri Simi 568 0855 ■ Fax 568 6930 Simi 461 1122 ■ Fax 461 1125 vaki@vaki.is ■ www.vaki.is dng@dng.is ■ www.dng.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.