Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 47

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 47
VEIÐITÆKNI meðhöndla þær með góðum tækjabúnaði, en þær taka mikið rými. A miðum þar sem sjávar- straumar eru sterkir eru stálgildr- urnar enn í notkun. Stóru skipin Stærstu humarveiðiskipin í S-Afr- íku eru allt að 70 metrar að lengd og eru með allt að 5000 gildrur um borð. Þessi stóru skip hafa rými fyir allan nauðsynlegan bún- að til að leggja gildrurnar, draga þær og meðhöndla á auðveldan hátt þúsundir gildra um borð daglega. Reynslan sem þessar veiðar hafa kennt mönnum er sú að fram- byggð skip með stór þilför henti best við humarveiðar í gildru. Vinsælasta skipulag veiði- og vinnslukerfa er nú þannig: • Línuspilinu er komið fyrir framarlega stjórnborðsmegin á skipinu • Gildrulínan sem verið er að draga er dregin aftur eftir bak- borðsmegin í skipinu og línan er lögð í sérstakan línukassa aftast á skipinu • Gildrurnar eru losaðar frá lín- unni við línuspilið og gildran er send niður á milliþilfar þar sem aflinn er hirtur og gamla beitan fjarlægð • Færiband flytur hreinar gildr- ur frá milliþilfari upp á aðalþilfar. Þar er þeim raðað upp á geymslu- stað fyrir aftan brú • Gildrur sem á að leggja eru beittar og rennt niður í tvær renn- ur sem eru til hliðar við línukass- ann, sem er miðskips • Gildrurnar eru festar við gildrulínuna með 1,5 faðma löng- um taumi. Þegar stjóranum er kastað dregur hann út gildru- línunna og gildrurnar, sem eru festar við línuna, úr rennunni A stærri skipunum er algengast er að tveir línukassar séu settir upp aftast á skipinu, einn fyrir hvora gildrurennu, þannig að hægt er að vinna með tvær línur samtímis. Vélbúnaður við gildruveiðar Aflmikið línuspil eru notað til að draga gildrulínuna. Afl línuspil- anna er um 55kW fyrir smærri skipin og allt upp í 110 kW fyrir þau stærri. Spilin eru vökvaknúin og stærri spilunum er hægt að halla út fyrir borðstokkinn. Ná- kvæm stýring á hraða og togkrafti er nauðsyn ef vel á að takast til við drátt á gildrulínunni. Færiband er nauðsynlegt til að flytja fjölda gildra frá milliþilfari upp í gildrugeymslu fyrir aftan brú. Vökvaknúinn niðurleggjari er æskilegur fyrir niðurlagningu gildrulfnunnar í línukassa. Gildrulínunni er komið fyrir í línukassanum þannig að slaufa með gildrufestingum eru lögð út fyrir línukassann á móts við gildrurennuna. Gildrulögn Smærri skipin nota eina gildrurennu sem komið er fyrir stjórnborðsmegin í skipinu, en þau stærri eins og áður sagði eru með tvær gildrurennur og leggja gildrurnar aftur úr skutnum. (Byggt á erindi sem Tony Brad- field hjá Meridian Technologies í S-Afríku flutti á ráðstefnu í Glas- gow 29. mars s.l.) LJ wá /ifKXXXX V H.'X/ \/ ^Wyy4 Teikning af gildru úr plasti. Teikning af stálgildru.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.