Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 42

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 42
UMHVERFISMÁL maísræktar eða að það sé aðeins í auðn. Sannast sagna sýna tölur frá FAO að á um helmingi þess svæð- is, sem áður voru regnskógar eru nú ræktaðir skógar.3 Þess vegna eiga margar tegund- ir hitabeltsins góða möguleika á að lifa af í nýjum skógum þótt upprunalegu regnskógarnir verði felldir. Það er auðvitað vandkvæðum bundið að taka afstöóu sem gerir ráð fyrir að allt i einu sé óþarft að koma með staðfest rök í umræðu um útrýmingu tegunda dýra og plantna. Það er augljóst dæmi um fólk sem flýr ábyrgðina eftir að hafa málað sig út í horn. Útreikningar líffræðinga og raunveruleikinn Baráttan milli líkana líffræðing- anna um þróunina á eyjum og raunverulegra athugana líkist sí- gildri baráttu á milli líkana og raunveruleika. Líffræðingarnir viðurkenna að þeir séu í vandræð- um með tölurnar. Myers segir að „við höfum enga möguleika á að þekkja raunverulega tíðni þeirra tegunda sem deyja út. Við þurf- um að reiða okkur á sæmilega áreiðanlegar ágiskanir." Colin- vaux viðurkennir í Scientific American, að tíðnina „sé ekki hægt að reikna út.“ Engu að síður reynir Wilson að breiða yfir vandamálið með þeim þunga sem hans myndugleiki veitir honum: „Trúið mér. Við út- rýmum 100.000 tegundum á ári“.4 Tölur hans eru „ómótmæl- anlegar" og byggja á „bókstaflega hundruðum frásagna og vitnis- burða“. Trúið mér? Virtur talsmaður fyrir friðun regnskóganna lét í ljós áhyggjur í tímaritinu Science af því að hinar alvarlegu ógnanir, sem líffræðing- ar kæmu fram með, stæðust ekki athuganirnar. En hann fór fram á nafnleynd því aðrir líffræðingar „munu drepa mig ef ég segi þetta". Þótt aðeins sé hægt að skilja „drepa" í þessu samhengi sem myndlíkingu undirstrikar þetta að líffræðingarnir hafa ákveðnar skoðanir á því hvort eigi að mega sín betur raunveruleik- inn eða líkönin. Það eru allt of miklar fjárveitingar í húfi. Útrýming um 0,15% á áratug! Árið 1990 ákvað IUCN að taka þátt í umræðunni. IUCN er sú al- þjóðlega friðunarstofnun, sem heldur utan um hina opinberu „Rauðu skrá“ yfir dýr í útrýming- arhættu og þau skipuleggja BCIS, sem er stærsta áætlun í heiminum um friðun og líffræðilegan fjöl- breytileika. Danskir aðilar að IUCN eru m.a. Umhverfisráðu- neytið, Náttúruverndarsamtök Danmerkur, Fuglafélag Dan- merkur og Heimsnáttúruverndar- samtökin í Danmörku (danska deildin í WWF). Niðurstaðan kom í ljós 1992 og hún var ekki leiðinleg. (Hægt er að nálgast margar aðrar tilvitnan- ir í þessa undraverðu útgáfu á vefnum: http://www.politi- ken.dk/kronik). Höfundarnir benda á að þar sem 1/5 af regnskógunum hafi verið felldir frá því 1830 mætti álykta að mörgum tegundum hafi verið útrýmt. „En það sætir mikilli furðu að ekki er hægt að finna sannanir fyrir því.“ Þvert á það sem margir halda, standa 90% af hinum stóra regn- skógi í miðri Brasilíú enn. Á hinn bóginn hefur þeim hluta regn- skóga Brasilíu, sem snýr að Atl- antshafi að verulegu leyti verið eytt - aðeins 12% af mjög grisjuð- um skógi standa enn. Þar mætti ætla, í samræmi við þumalfing- ursreglu Wilsons, að nálega helmingur allra tegunda hefði verið útrýmt. En IUCN bendir á að alþjóðlegur hópur dýrafræð- inga, sem var skipulagður af Brasilísku dýrafræðiakademíunni „hafi ekki fundið eina einustu dýrategund, sem hægt væri að segja að hefði verið útrýmt, þrátt fyrir verulega minnkun rýmis og grisjun lffsvistar." Á sama hátt var ekki hægt að segja að einni einustu plöntutegund hefði verið útrýmt. Til þess að bæta gráu ofan á svart sögðu dýrafræðingarnir að ekki eingöngu hefði engin tegund dáið út „heldur hafði sannast sagna góður hluti þeirra tegunda, sem taldar voru útdauðar fyrir 20 árum, fundist." Þrátt fyrir að IUCN óttist hækkandi tíðni útrýmingar er niðurstaðan sú að „hin raunveru- lega tíðni útrýmingar hefur verið lág.“ I samræmi við niðurstöður margra annarra rannsókna verður að ætla að tíðni útrýmingar sé á milli 0,01 og 0,15% á áratug. Hin ógnvekjandi tala hljóðaði upp á 40.000 tegundir á ári, eða 10% á áratug. Samkvæmt upplýs- ingum IUCN er þessi tala skáld- skapur. Hún er sennilega 67 til 1000 sinnum of stór. Sannanir vantar Því miður virðast raunverulegar athuganir ekki vera nægilegar til að sannfæra marga líffræðinga. Wilson heldur áfram að segja „Trúið mér.“ I yfirlitsgrein í Western og Pearls Conservation for the Twenty-first Century er fullyrðingin um 15-25% útrým- ingu á árinu 2000 endurtekin. Talið er að „þrátt fyrir að tölur um útrýmingu tegunda séu um- deildar þá er er hægt að festa hönd á hin miklu áhrif þessa á plánetu okkar.“ Paul og Anne Ehrlich, tveir af þekktustu talsmönnum umhverf- ismála, segja: „Líffræðingar þurfa ekki að vita hve margar tegundir eru til, hvernig þær tengjast hverri annarri eða hve margar deyja út árlega, vegna þess að þeir geta fundið á sér að á jörðinni er hafið hnattrænt ferli útrýmingar tegundanna." Vísindamenn þurfa með öðrum orðum ekki að sanna útdauða tegunda, ef þeir aðeins geta fundið á sér að það sé til- fellið. Jared Diamond, prófessor við UCLA (Háskóla Kaiiforníu) og höfundur þekktra bóka svo sem Þriðji simpansinn og Byssur, sýklar og stál telur að notast ætti við öfúga sönnunarbyrði og gera ráð fyrir að allar tegundir séu út- dauðar, svo fremi sem ekki sé hægt að sanna að þær séu til. „Við líffræðingar þurfum ekki að bera sönnunarbyrðina til þess að sýna sannfærðum (ofurbjartsýnum) hagfræðingum fram á að ______. Þess í stað ættu hagfræðingarnir að fá það verkefni að skunda út í frumskógana og stunda rannsókn- ir sem sanna að allt sé í stakasta lagi.“ Það er auðvitað vandkvæðum bundið að taka afstöðu sem gerir ráð fyrir að allt í einu sé óþarft að koma með staðfest rök í umræðu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.