Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2000, Page 48

Ægir - 01.07.2000, Page 48
Mynd: Albert Ceirsson ENDURBÆTT SKIP Kambaröst fær nýja aðalvél Stöðvarfjarðartogarinn Kambaröst SU- 200, skip útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækisins Snæfells hf. kom í byrjun júní til landsins eftir aðalvélarskipti í Fredriks- havn í Danmörku. Vél togarans bilaði alvarlega er hann var á veiðum í febrúar síðastliðnum og eftir skoðun var tekin sú ákvörðun að endurnýja vélina, enda sú gamla orðin gömul og slitin. Kambaröstin var smíðuð árið 1977 og hafði alla tíð verið með sömu aðalvél og þurfti því ekki að koma á óvart að endurnýjun bankaði á dyr hjá eigendum skipsins. Fyrir valinu varð aðalvél af gerðinn MAN B&W Alpha. Hún er 2440 hestöfl að stærð við 900 snúninga hraða á mínútu. Söluaðili þessara véla hér á landi er fyrirtækið Afltækni ehf. Gamla vélin í skipinu var einnig frá Alpha en hún var nokkru minni, eða 1740 hestöfl að stærð. Vélaskiptin fóru sem fyrr segir fram í Fredikshavn í Danmörku. Jafnframt vélaskiptunum var skipt um skrúfublöð skipsins og þannig var í raun bætt en við afl þess miðað við það sem áður var. Að viðgerðinni lokinni var skipið málað með Sigma skipamálningu frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Kostnaður við viðgerðina nemur um 43 milljónum króna. skum útgerð og áhöfn til hamingju með skipið. Skipið er alit málað með skipamálninsu frá SIGMA COATINGS retíHDi Efnaverksmiðjan Sjöfn hf Austursíðu 2, 603 Akureyri Sími 460 3425 www.sjofn.is ÓsKUM ÚTGERÐ OG ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ NÝJU AÐALVÉLINA KAMBAROST SU 200 MAN B&WALPHA I2V23/30A Barónsstfg 5, IS-101 Reykjavik. Simi: 551 1280. Fax: 552 1280. GSM: 897 1780/81 48

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.