Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 22
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-GUNNVÖR HF Höfuðstöðvar Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. eru í Hnífsdal, þar sem jafnframt er bolfiskvinnsla fyn'rtækisins. Sterkur hluthafahópur Hluthafahópurinn Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. telur á fjórða hundrað aðila en sterkir og reynslumiklir aðilar hafa komið til samstarfs við fyrirtækið á síð- ustu misserum. Þar má benda á Granda hf., og Þormóð ramma-Sæberg hf., að ógleymdum stjórnarformanni fyrirtækis- ins, Þorsteini Vilhelmssyni, fyrrverandi aðaleiganda Samherja hf., en fyrirtæki hans, Ránarborg ehf., á 10% í Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. Starfsmönnum fjölgar jafnt og þétt I dag eru samtals um 170 stöðugildi hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. á sjó og í landi. I rækjuvinnslunni í Súðavík og bolfiskvinnslunni í Hnífsdal er unnið á einni átta tíma vakt á hvorum stað Árið 1998 störfuðu að meðaltali 190 starfs- menn hjá félaginu en voru 101 árið 1997. Sölu og markaðsmál Afurðir Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. eru ýmist seldar sem fullunnar afurðir eða hálfunnar til áframhaldandi vinnslu. Af- urðirnar fara því bæði beint inn á smá- sölumarkaði eða sem hálfunnar vörur til fullvinnslu eða pökkunar í verksmiðjum, aðallega í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sjófrystar afurðir eru seldar í gegnum sölukerfi SH. Sölukerfi SH sér einnig um sölu á pillaðri rækju til meginlands Evr- ópu en starfsmenn Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. sjá um sölu á pillaðri rækju til Bretlands. Áhersla er lögð á vöruþróun og eflingu markaðsþekkingar innan fyrirtækisins og er þess vænst að sú vinna muni skila sér í hærra afurðaverði þegar til lengri tíma er litið. Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur nær allar tekjur sínar af útflutningi. Stærsti markaður fyrir afurðir félagsins er Bret- land en á árinu 1999 komu um 40% rekstratekna þaðan. Til Bretlands er aða- lega seldur sjófrystur þorskur og pilluð rækja. Rækjan er bæði seld til endur- pökkunar og í neytendapakkningum til verslanakeðja. Aðrir mikilvægir markaðir félagsins eru Bandaríkin með um 29% rekstrartekna, en þangað er bolfiskur fé- lagsins aðallega seldur, önnur Evrópu- lönd með um 14% rekstrartekna og Asíulönd með um 17%. Til Asíu eru að- allega seldar afurðir frystiskips félagsins. Togarafloti Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. ísfisktogarinn Andey ÍS-440 331 brúttólestir Lengd: 45,01 m Breidd: 8,60 m Byggður í Gdansk i Póllandi árið 1989. Lengdur og endur- bættur i PólLandi árið 1999.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.