Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 35

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 35
Á SAGNASLÓÐI til bænda, þá var því nær frá- gangssök að kaupa það til að salt fisk. Nú skrifaði ég Gránufélags- mönnum og lét þá vita, að þeir gætu fengið salt hjá félaginu fyrir 4 kr. tunnuna, og eins hitt, að fé- lagið væri fúst á að kaupa af þeim fisk þeirra íyrir ákveðið verð flatt- an. Þeir mættu velja á milli, og selja fiskinn gegn borgun þegar í stað, eða kaupa tunnu af salti á 4 kr. Fór svo, að menn vildu heldur selja fiskinn óverkaðan. Um sömu mundir kom fisk- verkunarmaðurinn frá Hjálmari kaupmanni Johnsen frá Onundar- firði. Þar og á Bíldudal var þá tal- inn beztur saltfiskur. Var nú tek- ið að verka saltfisk f Hrísye og hafði eigi siíkt þekkzt fyrr við Eyjafjörð. Gekk þetta allt vel og gat Gránufélagið flutt út af vel verkuðum saltfiski næsta sumar tvo skipsfarma. Þegar gangur var kominn á blautfisksöluna og fiskverkunina, segi ég við Svarfdæli, að það sé allt of mikil tímatöf fyrir þá og erfiði, að verða að flytja blautfisk sinn til Hríseyjar, og bauð þeim að byggja fyrir þá fisktökuhús í Böggversstaðalandi. Varð þetta til að auka fiskkaup Gránufélagsins, og næsta ár flutti félagið út þrjá saltfisksfarma." (Gils Guðmunds- son (1977): Skútuöldin II, 248- 251). Þessi frásögn Tryggva er merki- leg heimild og full ástæða til þess að henni sé haldið á lofti. Hann skráði hana á gamals aldri og má vera, að minnið hafi brugðist hon- um í einstaka smáatriðum en í öllum meginatriðum er frásögnin rétt. Samninginn við Jörund Jónsson í Hrísey (Hákarla-Jör- und) mun Tryggvi hafa gert árið 1877. Það ár hefur þá Gránufélag- ið flutt utan tvo skipsfarma af saltfiski og þrjá árið 1878. Það sem mestu máli skipti var hins vegar það, að á næstu árum jókst saltfiskverkun á Norðurlandi að mun og jafnframt arðsemi norð- lensks sjávarútvegs. Stytta af Hákarla-Jörundi Oónssyni. Hann tók vel málaleitan Tryggva Gunnarssonar, kaupstjóra Gránufétagsins, og saman ruddu þeir félagar braut fyrir saltfiskverkun við Eyjafjörð. Ferskur & fróðlegur Áskrifarsími 5510500 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.