Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 6
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Frjáls félagasamtök og sjávarútvegur Áhrif svokallaðra frjálsra félagasamtaka - Non Govern- mental Organisations, eða NGO á ensku, hafa aukist mikið í alþjóðasamfélaginu undanfarna áratugi. Sam- tök af þessu tagi fá í mörgum tilfellum að sitja alþjóð- lega fundi sem fjalla um málefni, sem viðkomandi samtök láta til sín taka. Oft hafa þessi samtök málfrelsi á slíkum fundum og oftar en ekki eru áhrif þeirra veru- leg. Flest samtök af þessu tagi starfa á sviði náttúru- verndar og sum þeirra láta fiskveiðar og nýtingu sjáv- arafla sig miklu varða. Fiskifélag Islands er fyrir hönd íslensks sjávarútvegs félagi í alþjóðlegum samtökum fiskifélaga, Inter- national Coalition of Fisheries Assosiations, skamm- stafað ICFA. ICFA eru í eðli sínu NGO samtök og láta til sín taka á þeim alþjóðlegu fundum þar sem fjallað er um sjávarútvegsmál. Innan ICFA starfa landsfélög fiskveiðiþjóða, sem veiða upp undir 70% af heimsafl- anum. ICFA er eitt af fáum alþjóðlegum NGO sam- tökum sem starfa í þágu nýtingar sjávarafla, þótt sam- tökin leggi að sjálfsögðu áherslu á hófsama nýtingu þeirra í anda sjálfbærrar þróunar. Aðalfundur ICFA var haldinn í síðasta mánuði og á fundinum voru líflegar umræður. Fjallað var um al- þjóðlegar stofnanir og samþykktir sem skipta sjávarút- veg máli. Samþykktar voru ályktanir varðandi mál sem ofarlega eru á baugi. Heimasíða ICFA er http://www.icfa.net/ og þar geta áhugasamir fengið frekari upplýsingar um samtökin og aðalfundinn. Sjávarútvegur er mikilvægur á Islandi og allir máls- metandi menn innan og utan stjórnmálanna þekkja til hans og hafa myndað sér skoðanir á þörfum og þýðingu hans. Þessu er ekki alls staðar þannig varið. Danskur þingmaður sagði mér eitt sinn að á danska þinginu væru sennilega aðeins 8 til 10 þingmenn sem létu sig sjávarútveg einhverju varða. Mér er sagt að ástandið sé enn óhagstæðara á Bandaríkjaþingi og víðast annars staðar er sömu sögu að segja. Slíkt ástand býður upp á aðstæður þar sem hagsmunum sjávarútvegs er fórnað á kostnað annarra hagsmuna, sem liggja nær áhugasviði þingmanna. Þannig upplýsti t.d. bandaríski fulitrúinn á ICFA fundinum að áhrif sportveiðimanna þar í landi væru að aukast verulega og að þeir vildu í auknum mæli stugga við hefðbundnum veiðum til þess að skapa sér betri aðstöðu. Sportveiðimenn í Bandarfkj- unum stunda sínar veiðar m.a. á stórum skipum og oft úti á rúmsjó og þeir reka hagsmunasamtök sem hafa fimm sinnum fleira starfsfólki á að skipa en samtök innan sjávarútvegs þar í landi. Fiskveiðar, vinnsla og sala sjávarafurða eru í vaxandi mæli háð alþjóðlegum reglum, skráðum og óskráðum, sem markast af þeim skilningi og því viðhorfi sem rík- ir í garð sjávarútvegs. Því er ekki að leyna að sjávarút- vegur á undir högg að sækja á þessu sviði. Fjölmiðlar sýna sjávarútvegi oftast í neikvæðu og ósanngjörnu Ijósi mengunar, ofveiði og brottkasts afla og skapa þannig hæpna ímynd greinarinnar hjá almenningi. Þótt finna megi dæmi sem styðja þessa neikvæðu ímynd er því þó sem betur fer þannig varið að mikill meirihluti fiskveiða er stundaður í góðri sátt við um- hverfi sitt. Frjáls félagasamtök gegna, eins og áður sagði, veiga- miklu hlutverki í mótun alþjóðlegra reglna og alþjóð- legs viðhorfs til sjávarútvegs. Það er í sjálfu sér óþarfi að amast við þeirri þróun. Miklu frekar þarf sjávarút- vegurinn að taka þátt í og tryggja að sjónarmið hans séu kunn, þegar leikreglurnar eru mótaðar. Jafnframt er það mikið verk og mikilvægt að auka skilning á gildi sjávarútvegs og stuðning við þarfir hans meðal stjórnmálamanna og annarra áhrifamanna um allan heim. Þátttaka íslensks sjávaútvegs í gegnum Fiskifé- lag Islands í ICFA er liður í slíkri viðleitni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.