Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 18
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ-GUNNVÖR HF Eitt ár liðið frá sameiningu vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja í Hraðfrystihúsið-Gunnvöru hf.: Styrkleiki að hafa fætur I mú\?§“ um greinum sjávarútvegsins, - segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri í lok júní á síðasta ári var tilkynnt um samrunaferli nokkurra vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja í nýtt fyrir- tæki, Hraðfrystihúsið-Gunnvöru hf. Nafnið sjálft felur í sér þungamiðju þessarar sameiningar, en stærstu fyrir- tækin í ferlinu voru Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal og Gunnvör hf. á ísafirði. Fleiri komu þó til skjalanna, eins og fram kemur hér í umfjöllun Ægis um fyrirtækið. Einar Valur Kriscjánsson, fyrrum stjórn- arformaður Hraðfrystihússins hf., tók við framkvæmdastjórn nýja fyrirtækisins síðastliðið haust og segir hann að fyrsta árið hafi einkennst af því að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem lagt var upp með í byrjun. I grundvallaratrið- um hafi áætlanir gengið eftir og telur hann það mikinn styrk fyrir fyrirtækið hversu fjölþættur reksturinn sé. „Við höf- um einfaldlega fleiri fætur að standa á og getum becur mætt því þegar sveiflan verður niður á við í einni greininni," seg- ir Einar Valur í samtali við tímaritið Ægi. „Okkar áætlanir voru í upphafi að lækka skuldir með sölu eigna og hagræðingu í rekstri. Þetta hefur gengið eftir með því að við lokuðum frystihúsi á Isafirði og seldum Bessa IS án kvóta til Færeyja síðastliðinn vetur fyrir um 600 milljónir. Að vísu höfum við líka fjárfest í kvóta fyrir um 800 milljónir en þau kaup eru fyrst og fremst til að styrkja kvótastöðu fyrirtækisins," segir Einar Valur. Ein af burðarstoðum Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar er sjófrystiskip fyrirtækis- ins, Júlíus Geirmundsson, sem skilaði á fyrstu sex mánuðum ársins tæplega 500 milljóna króna aflaverðmæti. I Hnífsdal rekur fyrirtækið öflugt frystihús og í Súðavík er rekin vel búin rækjuverk- smiðja, sem áður var í eigu Frosta hf., sem sameinaðist Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal árið 1996. Alls eru hjá fyrirtæk- inu um 170 stöðugildi, samanlagt á sjó og í landi. „Það erfiðasta sem við þurftum að takast á við á fyrsta árinu voru uppsagnir á starfsfólki frystihúss Ishúsfélags Isfirð- inga og síðan salan á Bessa IS. Við feng- um hins vegar mjög gott verð fyrir skip- ið og salan gerði okkur mögulegt að auka við kvóta annarra skipa og fá þannig meiri nýtingu á þau. Okkur sýnist að þau 15000 þorskígildistonn, sem eru kvóti fyrirtækisins, henti nokkurn veginn af- kastagetu skipanna," segir Einar Valur. Mætum jákvæðu viðhorfi fólks á svæðinu I kjölfar sameiningarinnar um mitt síð- asta ár varð mikil umræða vestra vegna þeirrar ákvörðunar að loka frystihúsi Is- húsfélags Isfirðinga hf. á Isafirði en Einar Valur telur að þær öldur hafi lægt hratt. „Eg tel að viðhorfið hjá fólkinu hér á svæðinu sé allt annað í dag. Við buðum öllu kvenfólki sem vann í frystihúsinu á Isafirði að koma hingað út f Hnífsdal og vinna hér í húsinu. Margar þáðu það boð en aðrar hurfu til annarra starfa, eins og gengur. Þeir sem starfa hjá okkur í dag eru flestir mjög sáttir, það best ég veit, enda höfðum við aðeins eitt tækifæri til að tryggja landvinnsluna á svæðinu og urðum að nýta okkur það, þrátt fyrir að því fylgdi sársauka fyrir einhverja. Því fylgir ævinlega sársauki þegar fólki er sagt upp störfum - og það er mannlegt," segir Einar og bætir við að fólk skynji al- mennt að til að rekstur fyrirtækis gangi þurfi það að sýna árangur og árangrinum fylgi öryggi fyrir starfsfólkið. Aðstöðumunur ísfisk- og sjó- frystiskipa of mikill I fjölþættum rekstri Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. sér Einar dag frá degi hvernig þróunin er og samanburður milli einstakra þátta í rekstrinum, t.d. milli sjóvinnslu og landvinnslu. Hann segir umhugsunarvert hversu mikinn að- stöðumun sé búið að festa í sessi milli út- gerðar- og vinnslusviða. „Landvinnslan býr við það að hráefnis- verð og launakostnaður eru fest í samn- ingum til lengri tíma og taka ekki breytingum með tilliti til breytinga á afurðaverði, hvort heldur afurðaverðið hækkar eða lækkar. I sjófrystingunni er aftur á móti annað uppi á teningnum en þar er gert upp samkvæmt því verði sem fæst fyrir afurðirnar. Þetta þykir mér óeðlilegt og til þess fallið að ógna upp- byggingu landvinnslunnar, frekar en hitt,“ segir Einar Valur. Nýumsamdar launahækkanir í kjara- samningum segir Einar að verði ekki sóttar út á afurðamarkaðina og aðrir kost- ir séu ekki f stöðunni en sækja þær inn á við með hagræðingaraðgerðum innan fýrirtækjanna. Rækjan mun koma aftur Afurðir bolfiskvinnslu Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. fara fyrst og fremst á Am- eríkumarkað og þar segir Einar að hafi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.