Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 28

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 28
ÆGISVIÐTALIÐ „Ef færaveiðar væru hagkvæmasta veiðiaðferðin sem völ er á myndu fleiri stunda þær því það geta fleiri en smábátar veitt á handfæri. Það eru engin rök íyrir því að tiltekinn hópur manna njóti forréttinda. Það er líka alveg ljóst að við getum ekki nýtt fiski- miðin okkar með því að veiða eingöngu á handfæri. Við verðum að nýta þá möguleika sem við höfum.“ — En hefur LIU lagt eitthvað af mörkum til að þróa veiðarfæri sem eru hagkvæmari og vistvænni? „Já, við höfum unnið verulega að því og lagt fram fé til rannsókna. Það er liður í umhverfisstefnu sem „...nútíma fiskveiðar eru ekki neinn heimilisiðnaður og þær verða ekki stundaðar með handfærum einum saman. Ég sé ekki hvernig við eigum að geta nýtt fiskimióin um ófyrirséða framtíð án þess að beita við það togurum og stórvirkum veið- arfærum. Þetta á við um marga fiskistofna sem við nýtum." samtökin hafa mótað til næstu ára. Við erum með verkefni í gangi sem miðar að því að auka kjörhæfni veiðarfæra og upplýsa skipstjóra og útgerðarstjóra um nýjustu tækni við gerð og beitingu veiðarfæra. I þessu skyni höfum við tekið upp samstarf við veiðar- færagerðir um þróun svonefndra valvirkra veiðar- færa.“ Óraunhæft að skipta landhelginni — I umræðum um útblástur gróðurhúsalofttegunda kom mörgum á óvart hversu stóran hlut fiskveiðiflot- inn á í þeim vanda. Hefur LIÚ fjallað um þetta mál? „Já, í umhverfisstefnunni er meðal annars fjallað um þetta. Það er ljóst að það stafar mengun af fisk- veiðiflotanum og markmiðið er að draga úr henni eins og kostur er, að því gefnu að það dragi ekki um of úr hagkvæmninni." — Megum við búast við því að sjá vetnistogara áður en langt um líður? „Ef það reynist hagkvæmt getur það alveg orðið en ég er ekki fær um að spá fyrir um slíkt." — Hvernig líst þér á þá aðferð að skipta landhelg- inni á milli strandveiðiflotans sem fengi að athafna sig á grunnslóðinni og úthafsveiðiflotans sem yrði að vera utan ákveðinnar línu? „Landhelginni er nú þegar skipt upp þannig. Hins vegar held ég að skipting flotans í strandveiðiflota og úthafsveiðiflota, eins og þær tillögur sem ákveðnir aðilar hafa nú kynnt til sögunnar, sé ekki raunhæf og að þeir sem mæla fyrir henni séu að verja einhverja sérhagsmuni. Sú skipan sem nú er á hefur þróast á löngum tíma og byggist á málamiðlunum sem menn hafa náð. Það er tekið mikið tillit til smærri skipa í kerfinu eins og það er.“ — En óttist þið ekki að togararnir verði fyrir barð- inu á umhverfisverndarsamtökum, líkt og hent hefur hvalveiðarnar? „Auðvitað megum við eiga von á því að verða fyrir einhverju aðkasti, eins og gerst hefur erlendis, en það er nú einu sinni svo að nútíma fiskveiðar eru ekki neinn heimilisiðnaður og þær verða ekki stundaðar með handfærum einum saman. Eg sé ekki hvernig við eigum að geta nýtt fiskimiðin um ófyrirséða framtíð án þess að beita til þess togurum og stórvirk- um veiðarfærum. Þetta á við um marga fiskistofna sem við nýtum." Umræðan um brottkastið ruglingsleg — Brottkast á fiski hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið og þú hefur meðal annars viðurkennt í blaðaviðtali að hafa tekið þátt í því. „Það sem ég vísaði til í þessu viðtali var að þegar ég var að byrja til sjós fyrir 25 árum þá tíðkaðist það að smáum fiski var hent. Það er staðreynd sem allir þekkja. En sem betur fer erum við búin að átta okk- ur á að það gengur ekki. Nú er þetta bannað og á ekki að líðast. Þessi umræða um brottkastið er ekki ný. Við áttum formann í nefndinni sem samdi núgildandi lög um umgengni um nytjastofna sjávar frá 1996 og höfum beitt okkur fyrir því að á þessu máli sé tekið. Umræð- an sem sprungið hefur út núna er með þeim hætti að menn eru að nota brottkastið til að hamast á fisk- veiðistjórnunarkerfinu og rugla öllu saman. Það er verið að sýna nokkurra ára gamlar myndir úr Smug- unni þar sem stundaðar voru frjálsar veiðar. Sumir tala eins og arðsemiskrafan sé að reka menn út í brottkast. Þannig tala bara þeir sem eru að rétt- læta eitthvað sem þeir geta ekki réttlætt, menn sem hafa orðið undir í baráttunni og kenna kerfinu um. Þá hafa allir verið settir undir einn hatt og fullyrt er að öllum fiski undir 70 sm lengd sé hent, þótt vitað sé að uppistaðan í afla flestra togara sem stunda þorsk- veiðar sé fiskur undir 70 sm. Menn mega ekki missa sig alveg í umræðunni. Hins vegar er þetta vandamál og á því þarf að taka. Því hefur verið haldið fram að þeir sem leigja til sín veiðiheimildir kasti smáfiskinum en það er engin réttlæting til fyrir því. Það getur ekki gengið að leigja til sín heimildir, fleygja smáfiskinum og hrópa svo að kerfið sé á móti þér. En mér sýnist að stjórnvöld ætli að taka á þessu." 80% heimildanna skipt um eigendur — Þá berast böndin að kvótakerfinu og liggur þá bein- ast við að spyrja hvort ekki sé slæmt fyrir málstað út- vegsmanna að menn geti farið út úr greininni með hundruð milljóna og jafnvel milljarða eftir að hafa selt hluti sína í fyrirtækjum sem eiga mikinn kvóta? „Þarna þurfa menn að huga að upphafinu. A sínum tíma var kerfið tekið upp vegna þess að nauðsynlegt reyndist að takmarka sóknina og þá var það eðlilegast að úthluta þeim veiðiheimildunum sem veiðar stund- uðu. Síðan hafa orðið gífurlegar breytingar. Það var eitt af markmiðunum með fiskveiðistjórninni að auka hagkvæmni veiðanna og hún næst ekki nema einn kaupi annan út. Það hefur líka gerst í mjög veruleg- um mæli því um 80% heimildanna í bolfiski hafa skipt um hendur og margar útgerðir hafa keypt nán- ast allar sínar heimildir á fullu verði hvers tíma. Síð- an hefur verðið hækkað, tvöfaldast, þrefaldast eða meira, sem er afleiðing af því að menn eru að hag- ræða. Það er markmiðið með kerfinu." — En er þetta ekki óheppileg staða fyrir þá sem eru að sinna útgerð? „Þetta kerfi er ekki fullkomið en það besta sem við 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.