Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2000, Page 23

Ægir - 01.07.2000, Page 23
Hannover heldur til rækjuveiða við Grænland - veiðarnar styrktar af Evrópusambandinu Hannover, frystitogari þýska útgerðaríýr- irtækisins DFFU, dótturfélags Samherja hf., er farinn til veiða á ný að lokinni við- gerð á skemmdum sem urðu á skipinu í bruna 14. maí síðastliðinn. Skipið mun stunda rækjuveiðar í grænlenskri lögsögu til næstu áramóta. Sem kunnugt er kom upp eldur í Hannover þann 14. maí sl. þar sem skipið var að veiðum á Græn- landshafi. Skipið var dregið tii hafnar í Reykjavík og eftir að tjónið hafði verið metið var skipið dregið til Noregs til við- gerða. Þangað kom skipið þann 31. maí sl. Hannover skemmdist mikið í brunanum, bæði af eldinum sjálfum en einnig af sóti og reyk sem fór um allt skipið. Meðal annars gereyðilagðist stjórnherbergi skipsins. Skipið var tryggt fyrir því eignatjóni sem varð. Tjón sem fellur á DFFU og þannig á Samherja hf. er hins vegar vegna þess aflataps sem varð á meðan á viðgerð stóð en tryggingar fyr- ir slíku tjóni tíðkast ekki í útgerð. Þetta tjón nemur um 30 milljónum króna, eins og fram hefur komið. Viðgerðin í Noregi gekk vonum fram- ar og tók einungis rúmar 5 vikur. FRÉTTIR Rækjuveiðar Hannover í grænlenskri lögsögu eru verkefni sem unnið er f sam- vinnu við Royal Greenland en grænlensk stjórnvöld leggja til veiðiheimildirnar. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og nemur styrkurinn um 270.000 ís- lenskum krónum á hvern úthaldsdag. Hannover mun landa afla sínum á Græn- landi. Að sögn Finnboga Baldvinssonar, framkvæmdastjóra DFFU, hafa rækju- veiðar við Grænland gengið mjög vel að undanförnu. „Við bindum miklar vonir við þessar veiðar og teljum að hér sé um mjög áhugavert verkefni að ræða fyrir Hannover og DFFU,“ segir hann. Hannover veiðir næstu mánuðina við Grænland. Tjón vegna brunans um borð í skipinu i mai nemur um 30 milljónum króna. UTGERÐARÞJONUSTA Til staðar þar sem þú þarft á þjónustu að halda Útgerðarþjónusta Olís er útgerðaraðilum alltaf til reiðu með alhliða þjðnustu um land allt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Eldsneyti, smurolíur og hreinsiefni af öllum toga fyrir útgerðina. Útgerðarþjónusta Olis er einnig til staðar í erlendum höfnum og á úthafsmiðum með fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu. Olíuverzlun íslands - Sundagorðum 2-105 Reykjavík - Síml 515 1100 ■ Fax 515 1110 ■ www.olis.is

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.