Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 34

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 34
Á SAGNASLÓÐ Tryggvi Gunnarsson, kaupstjóri Gránufé- lagsins, hafði forgöngu um að kenna Eyfirðingum saltfiskverkun. skreið, en síðan saltaður, vaskaður og loks sólþurrkaður. Á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar breiddist saltfiskverkun hratt út um sunnan- og vestanvert landið og saltfiskurinn leysti skreiðina að mestu leyti af hólmi sem útflutningsvöru. Á Norðurlandi var hefðin fyrir fiskverkun og -útflutningi miklu veikari en á Suður- og Vesturlandi og þótt Norðlendingar stunduðu umtalsverðar hákarlaveiðar og flyttu út lýsi í stórum stíl á 19. öld, leið u.þ.b. öld frá því saltfisk- verkun varð almenn á Suður- og Vesturlandi og þar til Norðlend- ingar lærðu hana. Sést það ef til vill best afþví að árið 1872 flutt- ust aðeins 5 skippund af saltfiski frá höfnum á Norðurlandi en heildarútflutningur landsmanna af þessari vörutegund var þá 22.851 skippund. Á 8. áratugn- um breyttist þetta og árið 1878 fluttust 1.694 skippund af salt- fiski frá höfnum við Eyjafjörð ein- an og fór útflutningurinn vaxandi næstu árin. Ástæður þessarar skyndilegu breytingar voru þær að Tryggvi Gunnarsson, kaupstjóri Gránufé- lagsins, hafði forgöngu um að kenna Eyfirðingum saltfiskverk- un. Svo skemmtilega vill til að varðveist hefur frásögn Tryggva af þeim atburðum er leiddu til þess að verkun saltfisks hófst norðan- lands og er hún svohljóðandi: „Mig langaði til að verða sjó- maður, þegar ég var unglingur og var ég einu sinni viku til hálfs- mánaðar-tíma að heiman í veri. Aflaði ég svo vel, að þegar heim kom, þótti aflinn helzt til mikill, því að það, sem upp var hengt af aflanum, vildi maðka og úldna. Síðan fór ég að búa á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal. Hafði ég þá töluvert margt fólk í heimili, smíðadrengi og aðra, og þurfti að draga töluvert í búið. Eg átti því mann á hákarlaskipi hjá Jörundi í Hrísey og fór ég einu sinni að vitja um afla hans. Þegar í Hrísey kom, stóð svo á, að þar lentu fjór- ir bátar, hlaðnir lúðu og öðrum fiski. Þegar lúðunum var kastað í land í fjörunni, varð ég þess var, að svarta hliðin á þeim varð hvít á stuttri stundu af maðki, sem var í slori í fjörunni. Eg hafði stutta stund horft á þetta, er Jörundur kom og bauð mér í staupinu. Það var eigi skort- ur á þeim veitingum hjá honum eða öðrum gildum bændum þar um slóðir um þessar mundir. Tunnan oftast á stokkunum, enda kostaði brennivínstunnan jafnt og lýsistunnan. Eg fór að minnast á maðkinn á lúðunni við Jörund og kvað mér þykja það ljót sjón, en hann gerði lítið úr og þótti það lítt saka. Nú liðu allmörg ár og ég var orðinn forstjóri Gránufélagsins og var staddur f Kaupmannahöfn. Þá kom þangað skip með saltfisk af Vesturlandi. Þegar ég sá það, flugu mér í hug möðkuðu lúðurn- ar hjá honum Jörundi í Hrísey, allt sleifarlagið við fiskverkun við Eyjafjörð og aðburðaleysið við að afla fisksins. Hugsaði ég með mér, að þetta mætti ekki lengur svo ganga. Eg fór til Hjálmars kaupmanns Johnsens. Hann var þá í Kaup- mannahöfn. Bað ég hann að út- vega mér vanan fiskverkunar- mann af Vestfjörðum til þess að kenna mönnum fyrir norðan að verka saltfisk. Hann lofaði mér að hugsa til þess. Um vorið fór ég heim til Is- lands. Lá þá fyrst fyrir að ferðast á milli allra verzlunarstaða Gránu- félagsins. Á þeirri ferð kom ég úr Siglufirði og Fljótum ofan í Svarf- aðardal. Af fjallsbrúninni sá ég, að blíðalogn var á Eyjafirði og Hrís- ey lá þar svo fögur. Kom mér þá í hug, að nú skyldi ég finna Jörund. Þegar ég kom að Krossum, bað ég bóndann þar, sem var kunn- ingi minn, að flytja mig út í Hrís- ey, því að ég ætti þangað erindi. Þegar ég kom til eyjarinnar, hitt- ist eins á og í fyrra skiptið, að þar voru bátar að koma að landi hlaðnir fiski og sami var maðkur- inn í fjörunni sem fyrr. Jörundur tók mér jafn vel sem áður. Ég fór að tala við hann um sleifarlagið á fiskverkuninni norð- an- og austanlands og spurði hann, hvort hann vildi ekki hjálpa mér til að kippa henni í lag. Hann tók vel undir það. Á syðri enda eyjarinnar, í landi Syðstabæjar, þar sem Jörundur bjó og sjóbúð hans og bátauppsát- ur var, var löng eyri og sjóbarinn malarkambur. Var hann ágætlega fallinn til fiskþurrkunar. Ég bað nú Jörund að leigja mér eða Gránufélagi granda þennan. Var hann fús til þess, sagðist ekki nota grandann til neins. Ég sagði, að ég þyrfti að leggja talsvert í kostnað til þess að geta komið þar á fiskverkun og reist hús. Yrði ég því að fá grandann leigðan um nokkurn tíma til þess að eiga það ekki á hættu, að bygg- ingar þær og önnur mannvirki, sem ég yrði þar að gera, yrðu mér þar að engu eftir stuttan tíma. Talaðist svo til milli okkar, að hann leigði mér grandann 30 ár fyrir 30 kr. á ári. Var hann hinn ánægðasti, þegar ég var búinn að skrifa samninginn og þótti þetta vera fundið fé fyrir sig. Að þessu búnu fór ég inn til Akureyrar. Þegar þangað kom, var Gránufélagsskip þar, tilbúið til siglingar. Settist ég þegar nið- ur, skrifaði Holme, umboðsmanni Gránufélagsins í Kaupmanna- höfn, og bað hann að senda félag- inu hið bráðasta skip með trjávið, sem ætti að losa farminn í Hrísey. Stærðir allar á viðnum skrifaði ég. Ur honum ætlaði ég að smíða stórt hús. Átti annar endinn að taka fullan skipsfarm af salti, en hinn endinn fullan skipsfarm af verkuðum fiski. Því næst bað ég Holme að senda þrem vikum síð- ar annað skip með saltfarm, sem einnig ætti að losa farminn í Hrís- ey. Allt gekk þetta vel. Skipin komu eins og ákveðið var. Jón Stefánsson skipa- og húsasmiður á Akureyri, reisti fyrir mig húsið í Hrísey. Höfðum við lært saman trésmíði hjá Ólafi Briem á Grund. Um þessar mundir kostaði salttunnan 7 kr. hjá kaupmönn- um á Akureyri, og þegar þar við bættist flutningskostnaður heim

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.