Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 5

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Page 5
sem lög og bæði staðfest af konnngi 30. júlí 1909 (fvlgiskjal I og II). Þó gátu lög þessi ekki komið til framkvæmda fyrst um sinn, því að það ákvæði var sett inn í lögin um stofn- un háskóla, að háskólinn skyldi ekki taka til starfa, fyr enn fje væri veitt til hans í fjárlögum. Alþingi 1911 rak smiðs- höggið á, þar sem það veitti fje til háskólans í fjárlögum fyrir árin 1912 og 1913 (fylgiskjal III) og skaut inn í 5. grein fjáraukalaga fyrir 1910—1911 lið þess efnis, að Háskóli ís- lands skyldi settur 17. júní 1911 (á aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar), enn háskólakennarar þó ekki taka laun fyr enn frá 1. okt. s. á. Til þess að fullnægja fyrirmælum fjáraukalaganna, út- vegaði þáverandi ráðherra, Kristján Jónsson, konungs stað- festing á þeim 8. júni 1911, og setti síðan þá menn, sem nú skal greina, til að gegna háskólakennaraembættum fyrst um sinn til 30. september 1911. Prófessorar vóru settir: í guð- fræðisdeild sjera Jón Helgason og sjera Haraldur Níelsson, í lagadeild Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Ivristjánsson, i læknadeild Guðnnindur Björnsson og Guð- mundur Magnússon, i heimspekisdeild dr. Björn M. Ólsen og Agúst Bjarnason. Dócentar vóru settir: í guðfræðisdeild sjera Eiríkur Briem og i heimspekisdeild Hannes Þorsteins- son. Aukakennarar í læknadeildinni vóru hinir sömu, sem áður við læknaskólann. Almennur kennarafundur liáskólans var haldinn 10. júní 1911, og var þar kosinn rektor háskólans prófessor dr. Björn M. Ólsen. Sama dag vóru haldnir deildarfundir og þessir kosnir deildarforsetar: i guðfræðisdeild prófessor Jón Helga- son, í lagadeild prófessor Lárus H. Bjarnason, i læknadeild prófessor Guðmundur Magnússon, í heimspekisdeild pró- fessor Ágúst Bjarnason.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.