Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 5

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 5
Inngangur. Mörg eru þau verkefni hjer á landi, sem ekki er fengist við af þeim ástæðum, að þjóðin sje of fátæk eða of fámenn til þess að takast þau á hendur. Oft er þelta rjett eða rjett- mætt og um sameiginlegt hlutskifti smáþjóða að ræða, er veita þarf að einu marki stórum fjárhæðum eða miklum mannafla. Á þessa erfiðleika smáþjóðanna er oft minst, en sjaldnar tekin fram hin atriðin, þar sem þær hafa betri að- stöðu en stórþjóðirnar til þess að leysa úr vandamálum, ekki síst á stjórnskipulega og þjóðhagslega sviðinu. Viðfangsefni þau, er rikin láta til sín taka, verða stöðugt fleiri og margbrotnari, eftir því sem þjóðhagslegar kröfur til samstarfs og margvíslegrar umönnunar ná fram að ganga. Að nokkru leyti stafar þelta af því, að hið opinbera tekur á sig starfrækslu, sem áður var eftirlátin framtakssemi ein- staklinga eða fjelaga, en miklu meira gætir þó hins, að hið opinbera taki sjer fyrir hendur nýja starfsemi, sem annað- hvort alls ekki fór fram áður, eða þá fór fram skipulags- laust. í raun og veru er það að eins innan tillölulega þröngra takmarka að hið opinbera á val á þvi, að fela framtaki ein- staklinganna til umönnunar störf, sem því er áhugamál að fari fram. Til þess að hægt sje að byggja á starfrækslu af hendi einstaklinga eða einkafjelaga, þarf yfirleilt að vera um fyrirlæki að ræða, sem bæði er beint arðvænlegt fyrir þann eða þá, sem hafa það með höndum, og auk þess þarf arð- urinn að vera tiltölulega íljóllekinn. Það felst því þegar í þvi, er nú var sagt, að mismunandi staðhættir sitt í hverju landinu og mismunandi menningarástand og kröfur til lífs- ins, geta valdið því, að hið opinbera i öðru landinu verður að annast framkvæmdir, sem í hinu landinu má treysta framtaki einstaklinganna til þess að leysa af hendi. Skipulag samgöngumála í ýmsum löndum og landshlutum bera t. d. ljósan vott um þetta. t*að, sem hrindir af stað opinberri starfrækslu og eykur hana, eru kröfur borgaranna til menningartækja, til umönn- 1

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.