Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 8
4
einskonar »collegia funeraria.1 2) Efnahagurinn setti einnig
skorður við því, að vinnulýðurinn gæti trygt framtið sina
með tryggingarsamningum, liftryggingum eða öðrum slíkum
framfærslusamningum, auk þess sem forsjálni einstakling-
anna auðvitað reyndist misjöfn. Framlög hins opinbera, vel-
gerðastofnana og einstaklinga reyndust einnig ónóg og þegar
af þeirri ástæðu varð skipulagið ófullkomið. Sjerstaklega var
ekki hægt að heimila einstaklingunum rjett til styrktar, þeir
áttu undir högg að sækja um hjálpina og einatt varð starf-
semin keimlík fátækraframfærslu.
Atvinnurekendur, er sáu hve bágborið og ófullnægjandi
þetta ástand var, áttu ekki ósjaldan þátt i þvi, eða frum-
kvæði að því, að gera ráðstafanir til þess, að vernda starfs-
menn sína gegn efnalegri eyðileggingu at völdum slysfara
eða sjúkdóma og hrumleika, með því að stofnselja sjúkra-
og ellihæli eða gangast fyrir og styrkja líknarstarfsemi í þessa
ált. En auðvitað reyndist frjálst framtak einstaklinga, einnig
af þessari hálfu, algerlega ófullnægjandi. Það var að eins
litill hluti atvinnurekenda, sem lagði nokkuð verulegt fram
í þessu skyni og þeir hinir sömu stóðu yfirleitt ver að vígi
í samkeppninni við þá keppinauta, er veltu allri byrðinni
af sjer yflr á hið opinbera.
Aðdragandi að tryggingarskipulagi.
Um og eftir miðja 19. öldina fóru þær raddir að verða
háværari, er bentu á að ástandið væri óhæft og yrði seint
eða aldrei lagfært án gagngerari opinberrar íhlutunar. í
Bandaríkjunum og á Englandi var efnahagur nokkurs hluta
verkalýðsins bærilegur og frjálsum efnalegum samtökum
þeirra lengra komið, svo það var eðlilegt að það var á
meginlandi Európu og sjerstaklega á Þýzkalandi, þar sem
iðnaðaröldin var að skella yfir, að menn ræddu af kappi
möguleikana á þvi að koma gagngerara skipulagi á hag vinnu-
lýðsins i þessu efni.s) Þegar einstaklings framtakið reyndist
ófullnægjandi og stefndi í þá áttina, eins og i Bandarikjun-
1) Greftrunar- og útfararfjelög, er mjög tíðkuðust í Rómaveldi
til forna.
2) Af þessum rithöfundum má sjerstaklega nefna þá Marlo (Winkel-
blech), Scháffle og Brentano.
y