Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 12
8
Strax með lögum 28. maí 1885 voru verkamenn við flutn-
inga og samgöngur sjúkratrj'gðir, og lög frá sama degi og
frá 5. maí 1886 bæltu verkamönnum við byggingarstörf og
landbúnað við, og svo koll af kolli.6)
Lög um örorku- og ellitryggingar sættu harðari mótspyrnu
og komust ekki á fyr en 28. júni 1889, en með þeim og
stöðugum smáviðbótum, myndaðist tryggingarkerfi er náði
raunverulega til alls verka- og daglaunalýðs, þar á meðal
starfsmanna við verslun, og til hjúa. Var svo loks öll löggjöfin
samræmd, gerð óbrotnari og sett i eina heild, Reichsver-
sicherungsordnung 19. júlí 1911.
(Jtbreiðsla tryggingarskipulagsins.
Þrátt fyrir allar hrakspár reyndist skipulagið yfirleitt vel
og hefir að meira eða minna leyti verið tekið upp i fjöl-
mörgum löndum.
Sjerstaklega á þetta við um slysatryggingarnar, sem teknar
hafa verið upp, með ýmsum tilbreytingum vitanlega, f svo
að segja öllum löndum á nokkurnveginn menningar- og
iðnaðarstigi.
Sjúkratryggingar, lögboðnar, að mestu eftir þýsku fyrir-
myndinni, voru teknar upp í Austurríki 1888 og Ungverja-
landi 1891, en í öðrum löndum kinokuðu menn sjer fyrst
um sinn við skyldutryggingu, og lögðu heldur stuðning að
frjálsum sjúkra- og tryggingarfjelögum, einnig með beinum
ríkisstyrk. Þótt skemra væri farið og skipulagið væri annað,
átti aukinn áhugi á sjúkratryggingum og opinberar styrk-
veitingar til þeirra að ekki litlu leyti rót sína að rekja til
þess fordæmis, er Miðveldin höfðu lagt til á þessu sviði. —
Slik styrktarlöggjöf, án tryggingarskyldu, komst á í Ítalíu
1886, á Spáni 1887, i Danmörku 1892 og Frakklandi 1898.
Lögboðnar sjúkratryggingar, í svipuðu formi og þær þýsku,
voru ekki teknar upp í öðrum löndum fyr en á seinustu ár-
unum fyrir heimsstyrjöldina. Fyrst i Noregi með lögum 18.
september 1909, í Serbíu 1910, Rússlandi 1911 og, það sem
um munaði, í Bretlandi með lögum 16. desember 1911. Rú-
1) Nánari lýsing á þessum breylingum er hjá Conrad: Grundriss
II. bls. 351 (sjúkratryggingar), bls. 362 (slysatryggingar) og bls. 369
(ellitryggingar o. fl.).