Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 20
16
borga sig«, eins og það hefir verið orðað. Þetta getur
aftur stafað frá, ef til vill óviðráðanlegum, erlendum ráð-
stöfunum, erlendur markaður lokast eða breytist fyrir inn-
flutningsbann eða nýja tolla, innlendur markaður eyðilegst
fyrir innflutning afgangsvöru (dumping) o. s. frv. eða þá að
innlendum ráðstöfunum eða ráðstafanaleysi er um að kenna,
þannig að ákveðnum atvinnurekstri sje íþyngt svo, að hann
verði að hætta, eða þá að almenna ástandið sje þannig fyrir
dýrtíð, óeðlilegan verðmælikvarða (skakt gengi), ofháa tolla,
eða aðrar álögur, sem bytna á atvinnu án tillits til þess,
hvort hún borgar sig, og fjölmargt fleira J) að þeir atvinnu-
vegir, sem veikastir eru fyrir, eða helst verða fyrir barðinu
á ástandinu, geti ekki staðist.
Svo margar og ólíkar ástæður, sem að þessari tegund at-
vinnulej^sis liggja, eiga þær þó sammerkt í því að vera
nokkurn veginn ófyrirsjáanlegar, bæði fyrir atvinnurekendur
og starfsmenn. Það verður því ekki með rjettu af þeim
heimtað að þeir fulltryggi sig gagnvart öllu slíku atvinnu-
leysi upp á eigin spítur, enda mundi atvinnurekstur, sem
kostnaðinn ætti að bera, tæplega verða samkepnisfær.
b. Ráðsiafanir gegn atvinnuleysi.
Það sem fyrst blasir við, er ráða skal bót á atvinnuleysi
af þessari tegund, er vitanlega ekki tryggingar- og styrktar-
ráðstafanir, heldur hitt, að koma vinnu i gang, nýrri at-
vinnu ef sú gamla er gereyðilögð, eða sömu atvinnunni aft-
ur, ef tiltæklegt er að bæta úr skilyrðunum. Þó hjer sje um
tvent ólíkt að ræða, verður þó hið sama upp á baugi að
því er atvinnutryggingu snertir, sem sje, að hvorugar ráð-
stafanirnar eru fljótgerðar, og næsta skrefið er því að tryggja
tilveru atvinnulausra manna, meðan á þvi stendur að koma
vinnu af stað. Alvinnutryggingar verða þannig i rauninni alt
af aukaatriði, miðað við hitt, að ráða varanlega bót á ástand-
inu. Aðalatriði af hendi hins opinbera gætu þær því að eins
orðið, að ríkið á þessu sviði fylgdi grundvallarreglunni »lais-
sez aller«, eða vildi láta ástandið batna af sjálfu sjer, en það
Kumpmann kemst í framangreindri riigerö, bls. 795 pannig að orði:
Bei der engen Zusammenhang von Politik und Wirtschaft wird fast
jeder politischer Fehigriff in vermehrter Arbeitslosigkeit seinen Nie-
derschlag finden.