Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 27

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 27
siðar, þar sem landssjóður greiðir hann að nokkru eða |ölíu. Um innheimlu fer sem áður, nema hvað innheimtulaunin nú eru ákveðin 3% er um skip er að ræða, 6°/o af róðrar- og vjelbátum, er minni eru en 12 lestir. Landssjóður kemur nú beinlinis til sögunnar með styrktar- framlög. Fyrir þá, sem trygðir eru án þess að vera tryggingarskyldir, á landssjóður að greiða allan útgerðarmannshlutann af ið- gjaldinu, 35 au. vikulega. Fyrír skipverja á róðrarbátum eru 25 au. af vikuiðgjaldinu lagðir i landssjóð, 10 au. á útgerðar- mann, og fyrir skipverja á vjelbátum, minni en 12 lestir, greiðir landssjóður 15 au. en útgerðarmaður 20 au. af viku- gjaldinu. ■ Stjórnarkostnaður slysatrj'ggingarsjóðsins greiðisl nú úr landssjóði, 9. gr., og landssjóðsáb}rrgðin er hækkuð upp i 30.000 kr. Allir 3 stjórnendur skulu skipaðir af stjórnarráðinu til 3 ára i senn. Hverja raunverulega þýðingu slysatrj'ggingin hafði, að svo komnu, má sjá af þvi, að siðasta árið, 1921, sem framan- greint skipulag og takstar stóðu, námu iðgjöldin lcr. 87812,90 og iðgjaldatillag rikissjóðs kr. 10892,80. Bæturnar fyrir það ár voru: Slysabætur (örorkubætur) kr. 3600.00, dánarbætur kr. 68700.00 og bætur eftir lögunum frá 1909 kr. 2500.00. Sjóður slysatryggingarinnar nam í árslolc 1921 kr. 271098,18. d. Breytingarnar 1921. Með lögum nr. 31, 27. júni 1921 um breyting á lögunum frá 1917 var útgerðarmaður gerður ábyrgur gagnvart slysa- trj'ggingunni fyrir öllum bótum til handa trj'ggingarskyldum mönnum, er vanrækt er að greiða iðgjöld fjTrir. Sektir fyrir brot á lögunum voru hækkaðar upp í 50—1000 kr. Enn fremur voru allir takstar hækkaðir. Iðgjaldið var hækkað upp í 1 kr. vikulega. Fyrir sjómenn á róðrarbátum skyldi útgerðarmaður greiða 20 aura, lands- sjóður 30 aura. fyrir skipverja á vjelbátum skjddi útgerðar- maður greiða 30 aura vikulega, ríkissjóður 20 au.; en stærð- armark vjelbáta að þessu leyti var um leið lækkað niður í 5 lestir. Fyrir trygða, en ekki tryggingarskylda menn hvíldi útgerðarmannshlutinn, nú 50 au. vikulega, einnig framvegis á ríkissjóði. Bótaupphæðirnar voru hækkaðar að sama skapi. Hámark

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.