Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 30

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 30
20 tryggingarskyldan rýmkuð svo og færð í horf, að hún tekur til fleslra þeirra atvinnugreina, er nú eru stundaðar hjer á landi og verulega slysahættu hafa i för með sjer. Þó vantar algerlega landbúnað, sem hjer á landi er mjög margbrotin og að sumu leyti áhættusöm atvinnugrein, svo og að miklu leyti vinnu við flutninga og samgöngur, þar á meðal jafn hættusama grein og bifreiðarekstur. Rjeltur til þess að taka þátt í tryggingunni er, í 15., 16. og 17. gr. laganna, heimilaður löluvert út fyrir takmörk trygg- ingarskyldunnar. Ákvæðin hjer að lútandi í 16. gr., viðvíkj- andi þeim, sem stunda fiskiveiðar á róðrarbátum, eru óbreytt frá því sem áður var og taka nú til þeirra, er stunda veiði skemur en 1 mánuð í senn. Eiganda tryggingarskylds fyrir- tækis er heimilt að tryggja sjálfan sig með verkamönnum sínnm og með sömu skilmálum, og er þessi rjeltur ekki íakmörkum bundinn, svo sem tekjuhámarki eða öðru slíku. Ennfremur getur eigandi tiyggingarskylds fyrirtækis krafist þess, að aðrir þeir, er starfa við fyrirtækið, en eru eigi trygg- ingarskyldir, sjeu látnir falla undir trygginguna. Loks eiga þeir, sem stunda einhverja þá atvinnu, sem nefnd er i 2. tölulið 1. greinar laganna, en eru ekki tryggingarskyldir, rjett á að tryggja verkamenn sína og sjálfa sig, með sömu kjörum og tryggingarskyld fyrirtæki sömu tegundar. Tekur þetta helst til smárra iðnaðarfyrirtækja, sem undanþegin eru tryggingarskyldu, af því að færri vinna þar en 5 manns eða aflvjelar eru ekki notaðar að staðaldri. Iðgjaldagreiðslu og iðgjaldaákvörðun er komið í rjett horf. Eins og að framan var á drepið, er það, samkvæmt hlutar- ins eðli, atvinnureksturinn sem á að bera slysaáhæltuna og er ólíkt hægra um vik og brotaminna, að greiðslan fari fram strax af óskiftu hjá atvinnurekanda, heldur en að búta ið- gjöldin niður á hvern trygðan einstakling til innheimtu. Frá þessu eðlilega skipulagi er ekki ástæða til þess að vikja, nema svo sje, að atvinnuvegurinn þoli ekki svo bráða bylt- ingu og er það þá hins opinbera að koma honurn til hjálp- ar, um stundarsakir, með því að taka þált í iðgjaldagreiðslu, meðan atvinnuvegurinn er að komast í horf, eða meðan verið er að taka upp aðra atvinnu, sem fær er að gefa hæfi- legan afrakstur, einnig lil slysatryggingar. Lögin frá 1925 lita svo á, að yfirleitt sjeu ekki slík vand- kvæði á ferðinni og skylda, í 6. gr., atvinnurekanda til þess að greiða af hendi iðgjöldin fyrir alla sína tryggingarskylda

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.