Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 34

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 34
30 sem ekki bendir á breylta áhættu. Tap sem kynni að verða fyrir mistök eða trassaskap stjórnarinnar eða jafnvel óvið- ráðanlegt fjártap, t. d. gengistap, er tryggingaráhættunni alveg óviðkomandi og rjettmælir hvorki hækkun eða lækkun ið- gjalda. Riki, sem lögbýður tryggingu og rekur eða lætur reka slika rikisstarfsemi, verður að bera slík töp, eins og tap á hverjum öðrum ríkisrekstri, það er að segja fyr eða seinna greiða þau af sinum almennu tekjum, sköttum og álögum, en tryggingarskipulag og iðgjöld má ekki með nokkru móti misbrúka til skaltlagningar. Tryggingar eru mannúðar- og rjettlætisráðstafanir og skattlagning á þeim grundvelli kæmi þar niður er sist skyldi. I 19. grein slj'satryggingarlaganna er sýnilega aðeins um fullrúmt orðalag að ræða, en þetta er tekið fram strax að þessu lilefni gefnu, af því að einn hinn versti óvinur trygg- inganna, einkum á bernskuskeiði þeirra, er tilhneiging manna til þess að taka hærri iðgjöld en tryggingunni svarar. Oft er þetta gert í þeim fagra tilgangi að koma upp stórum sjóðum, er bæta skuli mein einhverra framtíðarmanna. Því óvitur- legar sem til sjóðsins er stofnað, þ. e. þvi lengur sem hann á að vera ónotaður, þvi stærri verður hann — á pappirnum. Misskilningurinn er tvöfaldur, bæði á eðli peninga og trygg- inga og oftast samfara óbifanlegri trú á rentureikningi sem einhlitu lifslögmáli. Einasta vissa útkoman er sú, að tefja fyrir eðlilegu skipulagi trygginga á heilbrigðum grundvelli. Rollaleggingar manna á þessum sviðum beinast oft sjerstak- lega að ellitryggingarsjóðum, því eflir hlularins eðli er þar mest svigrúm fyrir hugmyndaílugið, og eru svo margvislegar sem mennirnir. En galdurinn er alt af sá sami, að almenn- ingur borgi meira til sjóðanna en hann fær og flestir eiga sjóðimir sammerkt i því, að þeir eiga að gera alt milli himins og jarðar — annað en að rækja silt hlutverk. f. Að hverju er gildandi skipulagi helst áfátt? Yfirleilt voru lögin frá 1925 um slysatr}’ggingar stórt spor i rjelta ált og slysatryggingin er einasta tryggingargreinin hjer á landi, sem telja má með nútimasniði. Það sem henni er helst áfátt um skal nú talið. Enn er allur almenningur ótrygður gagnvart slysahættu, og einnig að þvi er eiginleg atvinnuslys snertir, eru svo fjöl- skipaðir flokkar sem landbúnaðarvinna og heimilisstörf fyrir utan tryggingu. Skylda húsbónda til þess að annast slasað

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.