Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 36
32
samdar fremur með það fyrir augum að sjerstakt eftirlit
þuríi ekki, en að það sje auðvelt. Nefndin vill forðast það,
að sjerstaka eftirlitsmenn þurfi, en er ekki smeik við það,
að þeir yrðu ofhlaðnir slörfum, ef þeir væru til. Örðugleik-
arnir, sem nefndir voru hjer að framan, (bls. 19), á því að
selja upp sjerstakt stjórnarskipulag fyrir hverja tr}Tggingar-
grein, i slíku fámenni, sem er hjer á landi, koma hjer því
greinilega í Ijós, með þeim afleiðingum að tryggingarfyrir-
komulagið verður ónákvæmara og þá ófullkomnara en ella
mundi.
Sjúkratrygging.
Ráðstafanir hins opinbera á þessu sviði hafa verið með
alt öðru fyrirkomulagi, en því er nolað hefir verið við slysa-
trygginguna. Sú leið að lögbjóða sjúkratryggingu hefir ekki
verið reynd. Sumpart hefir verið stuðlað að frjálsum fje-
lagsskap til tryggingar, sjúkrasamlögum, bæði með beinum
styrk til þeirra og með aðsloð til þess, að hafa trygt fyrir-
komulag á slíkum fjelagskap. Sumpart hefir eiginlegt styrktar-
fyrirkomulag verið tekið upp, þannig að menn í ákveðnum
sjúkdómstilfellum eigi rjett á að fá lækningu kostaða af því
opinbera, án þess að hafa greilt nein gjöld i þvi skyni.1)
Þessar tvær leiðir eru að ýmsu gerólikar. Bvgt er á mis-
munandi grundvallarskoðun og takmarkið er ekki hið sama,
þó skift sje. Fjelagsfyrirkomulagið hefir fyrst og fremst það
fyrir augum, að bæta úr afleiðingum sjúkdóma, styrktar-
fyrirkomulagið kemur fram sem liður i almennri heilbrigðis-
starfsemi, og beinist þvi í raun og veru aðallega að þvi, að
afstýra sjúkdómum. Alt skipulagið, sljórnarfyrirkomulag og
1) Sem þriðju tegund ráðstafana í þessu efni er ekki rjett að telja
það, að lög stundum skylda einn mann til þess að kosta sjúkdóm
annars að nokkru eða öllu leyti, svo sem er um húsbónda og hjú,
lærimeistara og iðnaðarnema, sjá fátækralög 17.—20. og 27. gr., útgerð-
armann og skipverja, sjólög 95. gr., áður fátækralög 23.-26. gr. Að
visu mundi húsbóndi jafpaðarlegast vera betur stæður efnalega en
hjúið og því visara að legukostnaður lendi ekki á fátækrasjóði, enda
eru þessi ákvæði tekin upp í fátækratögin, en það sem lögin gera, er
þó ekkert annað en að flytja áhættuna af einum á annan, sem báðir
eru jafnlitt trygðir. Hjer er hvorki nm það að ræða, að dreifa áhætt-
unni á marga samtryggjendur, nje heldur á alia borgarana, eins og
gert er með styrktarfyrirkomnlaginu.