Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 37

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 37
33 framkvæmdir, kostnaðar-niðurjöfnun o. s. frv., verður því með ólíku sniði og verður að lýsa hvoru skipulaginu út af fyrir sig. A. Sjúkrasamlög. 1. Skipulagið. Fyrslu lögin um þelta efni, lög nr. 39, 11. júlí 1911 um sjúkrasamlög, hafa að visu tekið ýmsum breytingum að þvi er styrkupphæð, svo og tekju- og eignahámark snertir, en efni þeirra er annars því nær óbreytt endurtekið í lögum þeim, er nú gilda, nr. 81, 28. nóvember 1919, sbr. lög nr. 42, 4. júní 1924 um breyting á þeim lögum. Sjúkrasamlagslögin frá 1911 hafa fyrir augum frjálsan fje- lagsskap, er menn stofna »í því skyni, að tryggja hver öðr- um, gegn tilteknum iðgjöldum, uppbót á því fjárljóni, sem veikindi valda«. Hlunnindi þau, sem lögin veita samlögunum eru sumpart rjettur til viðurkenningar, lögskráningar, ef seltum skil- yrðum er fullnægt, sumparl rjeltur til styrks úr landssjóði til handa þannig lögskráðum samlögum. Stjórnarráðið ræður lögskráningu sjúkrasamlaga og hefir allar þær gætur á þeim, sem því þurfa þykir, 2. málsgr. 2. greinar. Skilyrðin fyrir lögskráningu eru þessi: 1. Samlagið skal taka yfir tiltekið svæði, venjulega einn hrepp eða kaupstað; það er ekki gert ráð fyrir samlög- um, er bundin sjeu við ákveðna stjett manna eða á- kveðna iðn.1). 2. Samlagið skal veita viðtöku og full fjelagsrjeltindi hverj- um manni, jafnt karli sem konu, ef hann sannar að hann uppfylli nánar tiltekin skilyrði. 3. Tala trygðra, hluttækra fjelagsmanna sje að minsta kosti 50. 4. Samlagið skal veita tryggingu fyrir ókeypis læknishjálp, ef sjúkdóm ber að höndum, ókeypis sjúkrahúsvist, hve- nær sem þess gerist þörf og — fyrir þá fjelagsmenn, sem 18 ára eru eða eldri — dagpeninga, eigi undir 50 1) Sji þar á móti ákvæöið í 2. grein laga nr. 35, 3. nóvember 1915 um sjúkrasamlag prentara í Reykjavík. Petta ákvæöi var aftur felt niður með 3. grein laga nr. 32, 26. október 1917. 5

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.