Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 43

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 43
39 indi sín beint eða óbeint við það, að menn sjeu sjúkratrygð- ir. Yerkmannafjelögin láta sig sannarlega ekki einu gilda hvort fjelagarnir eru lika í sjúkrafjelaginu eða ekki. Margir húsbændur, einkum til sveita, ráða ekki manneskju í vist, nema hún sje trygð. Sama skilyrði er oft sett fyrir því, að fá vinnu hjá atvinnurekendum eða hinu opinbera.1) Lánstraust verkafólks og smá-atvinnurekenda á líku reki, efnalega, er einalt háð þvi, að sjúkratryggingin sje i lagi, og loks er almennings- álitið þannig, að nærri stappar að maður, sem ótrygður er en þó tryggingarhæfur, sje skoðaður sem hálfgerður ræfill, eða að minsta kosti óráðsmaður fram úr öllu hófi. Þó lögin sjálf láti alt frjálst, er aðhaldið til tryggingar i raun og veru ekki svo lítið. Engu slíku aðhaldi er til að dreifa hjer á landi. Loks er skipulagið mjög svo háð staðháttum, þjettbýli og greiðum samgöngum. Iíemur þetta greinilega fram i þvi, að sjúkratryggingar með þessu sniði liafa ált erfitt uppdráttar, eða alls ekki komist á fót á þeim fáu stöðum í Dan- mörku, þar sem dálítið svipar til bjerlendra staðhálta, á af- skektum eyjum svo sem Manö, Hirtsholmene og Drejö, og hinsvegar náð dálítilli fótfestu hjer á landi, þar sem helst svipaði til smábæja á liku reki í Danmörku. Að þessu athuguðu er það ekki sjáanlegt, að sjúkratrygging- ar með þessu fyrirkomulagi eigi framtíð fyrir sjer hjer á landi, svo nokkru nemi, að því er heildarástandið snertir. Þó ástandið, að því er sjúkratryggingar snertir, sje alt annað en golt hjer á landi, verður i þessu sambandi að geta þess, að þegar sjúkdóm ber að höndum, einkum til sveita, á gagnkvæm hjálp (mutual aid), sem grundvöllurinn er að öllum tryggingum enn þá töluverðan þátt í þvi, að draga úr afleiðingum tryggingarleysisins. En þelta fer fram skipulags- lagslaust, með öllum þeim kostum og ókostum, er skipu- lagsleysi fylgja, þar á meðal þeim, að vitanlega engar tölur eru til, er sýnt geti, hverja þjóðhagslega þýðingu þessar leif- ar af fornri menningu hafa. B. Styrkur til lækningar. Því fer að vísu fjarri, að styrktarfyrirkomulagið (sbr. hls. 10 hjer að framan), hafi verið tekið upp, sem heildarskipu- 1) Sjá t. d. F. Wittrup: Sygekasseloven, bls. 29 í III. bindi af Dan- marks Sociallovgivning, Kbh. 1918.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.