Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 46

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 46
42 um, jafna honutn niður á alla hreppa sýslufjelagsins, láta |)á »bera hver annars byrðar«. Ástæðan er þannig alveg trygg- ingarlegs eðlis.1) Frekari áhæltudreifing getur svo átt sjer stað, þar sem dvalarhjerað getur kraflst endurgreiðslu á 2/s hlutum útlagðs kostnaðar af bæjar- eða sýslusjóði fram- færslusveitarinnar. Til þess að afstýra smitunarhæltu, banna berklavarna- lögin mönnum með smitandi berkla ýms slörf. Sje þar um starfsmenn að ræða, launaða af opinberu fje, heimila lögin þeim eiginlegan framfærslustjrrk. Um barnakennara, sem eru opinberir starfsmenn, en verða að láta af kenslu sökum þess að þeir hafa smitandi herkla- veiki, er svo ákveðið i 7. málsgrein 5. greinar, að þeir skuli í 2 ár fá sem biðlaun 2/a hluta launa þeirra, er þeir nutu þegar þeir Ijetu af kenslu. Skulu biðlaun þessi greiðast af sömu aðiljum og í sömu hlulföllum sem hin fyrri launin. Sama regla gildir um kennara við aðra skóla en barna- skóla, 6. gr., og um Ijósmæður, 9. gr. Ákvæði 16. greinar berklavarnalaganna verða rakin hjer síðar, i tölulið 5 b. Fjárgreiðslur rikissjóðs, samkvæmt berklavarnalögunum, námu samkvæmt landsreikningum árið 1923: kr. 280914,09 (23. gr., 14. liður). — 1924: — 331747,26 (12. gr. 12 a ). — 1925: — 504076,72 (12. gr. 12,—1.). 2. Einangrun holdsveikra og spítalavist þeirra. Holdsveikir menn, sem líkþráir eru (með »lepra tuberosa« eða »lepra mixta«) skulu allir setlir i holdsveikraspítalann, svo íljólt sem rúm leyfir, 1. grein laga 30. júlí 1909 um breyling á lögum nr. 3, 4. febrúar 1898 um aðgreining holdsveikra frá öðrum mönnum og flutning þeirra á opin- beran spítala. Aðrir holdsveikir menn, limafallssjúkir, skulu og settir í holdsveikraspitalann, þegar hjeraðslæknir telur nauðsyn á þvi vegna sára eða annars lasleika. Kostnað allan við veru holdsveikra í holdsveikraspítalan- um skal greiða úr ríkissjóði, svo og flutning þeirra í spital- ann, 2. gr. nefndra laga. 1) Nefndarálit berklaveikisnefndarinnar, er skipuö var 30. okt. 1919. Rvlk. 1921 bls. 22, aths. við 14. grein frumvarpsins.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.