Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 49
45
kværnt 12. grein laganna, enn lreniur öll útgjöld til læknis,
aðbjúkrunar sjúkra manna og til meðala i sjúkdómum, er
yfirvöld hafa sett varnir við og skal slik útgjöld aldrei telja
fátækrastyrk. Þó skulu þeir, er fengið hafa Iæknishjálp, að-
hjúkrun og meðöl í heimahúsum í slikum tilfellum, endur-
borga þann kostnað, ef sveitastjórn álítur þá lil þess færa.
Gjöld rikissjóðs samkvæmt 12. og 13. grein nefndra laga
hafa 3 síðuslu árin verið:
árið 1923: kr. 23636,13 (L. R. 12. gr. 13. c.)
— 1924: - 50184,76 ( - 12. gr. 14. d.)
— 1925: — 14805,10 ( - 12. gr. 13. f.)
en þetta er, sem áður getið, ekki alt sjúkrakostnaður.
5. Sjúkrastyrkur, sem ekki má telja fátækrastyrk.
Fálækralögin 10. nóv. 1905 fjölluðu ekki um styrkveitingar
þessa eðlis, nema hvað telja má ákvæðið i 53. grein, staílið
b., þar sem sagt er, að sveitarstjórn eigi ekki rjelt á að
krefjast endurgjalds á slyrk, veiltum af sveitarfje til þess að
greiða »greítrunaikostnað þurfamanna að þvi leyti er eftir-
látnar reitur þeirra eigi hrökkva til«. Styrkur veittur fram-
færslumanni í þessu skyni, skal eigi talinn veiltur honum
»sem eiginlegur sveitarstyrkur og eigi koma honum að neinu
leyti til baga«.
1 VI. kaíla fátækralaganna er heimilaður sjerstakur styrkur
úr Iandssjóði og kemur til hans meðal annars, samkvæmt
77. gr., ef þurfalingur fer eftir læknisráði á sjúkrahús, annað
en holdsveikraspítala. Skal þá framfærslusveit hans kosta
dvöl hans þar, lyf og læknishjálp, alt að 200 kr. á ári, en
það sem þar er fram yfir, greiðist úr landssjóði, þó aldrei
nema fyrir 2 þurfalinga í einu úr sama sveitar- eða bæjar-
fjelagi. Styrkur þessi er — eins og landssjóðsstyrkurinn sam-
kvæmt næstu, 78. grein um endurgreiðslu sveitarstyrks, sem
vcittur hefir verið erlendis, og um kostnað við heimflutning
þurfamanna frá útlöndum — eiginlega ekki styrkur til þurfa-
mannsins, hann er eða fer á sveitina hvort sem er, heldur
styrkur til hlutaðeigandi sveitarfjelags til þess að standast
þessar greiðslur, sem oft og einatt gátu numið töluverðum
upphæðum. Að hugsunin er þessi, kemur og greinilega fram
í greinargerðinni fyrir frumvarpinu til fátækralaganna. Þó
er líka tekið fram, »að ef sveit ætti jafnan ein að bera allan
sjúkrahúskostnað þurfalings, má gera ráð fyrir, að oft yrði,
af ótta við kostnaðinn, dregið að koma þurfaling á sjúkra-