Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 50

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 50
46 hús lengur en holt væri bæði sjálfum honum og sveitar- húum, þegar um næma veiki er að ræða, eða það alls eigi gert«. Þetta tillit, sem þó aðallega víkur að sjúklingnum, kom ekki frekar fram í sjálfri lagareglunni, en sem upp- örvun til sveitarstjórnarinnar til þess að gera skyldu sína í þessu efni. Framlag sveitarinnar var eins og hver annar fátækrastyrkur, en landssjóðsstj'rkurinn var ekki afturkræfur. Reglum þessum var með lögum nr. 61, 27. júní 1921, breytt þannig, að nú heimila þær sjúkrastyrk, er ekki má telja fátækrastyrk. a. Lög nr. 61, 1921, breyta 77. grein fátækralaganna þann- ig, að framfærslusveit greiði 2/i> meðlagskostnaðar þurfalings, á sjúkrahúsi, öðru en holdsveikraspítala, þó aldrei yfir400kr. á ári. Að öðru leyti greiðist kostnaðurinn úr ríkissjóði, en aldrei nema fyrir 4 sjúklinga á ári úr sama sveitar-eða bæjarfjelagi. Engan þann styrk, sem veittur er fyrir sjúkrahúsvist, en undir hann telst lyf oglæknishjálp, má skoða sem sveitarstyrk. Fjárgreiðslur rikissjóðs samkvæmt lögum nr. 61, 1921 námu árið 1923: kr. 56604,81 (L. R. 12. gr. 13 e,). — 1924: — 70336,61 (L. R. 12. gr. 14 f.). - 1925: — 63865,69 (L. R. 12. gr. 13 h.) en i upphæðum þessum er innifalinn kostnaður ríkissjóðs við heimsendingu þurfamanna hingað til lands, svo og þátt- taka í endurgreiðslu á sveitarstyrk, veittum ísienskum mönn- um erlendis. Sjálfsagt er þó sjúkrastyrkurinn langstærsti hlulirm af þessum greiðslum.1) b. 16. grein berklavarnalaganna mælir svo fyrir, að engan þann styrk, sem berklaveikur sjúklingur nýtur af opinberu fje, megi telja fátækrastyrk, ef hann hefir orðið styrkþuríi vegna sjúkdómsins. Slyrkurinn skal ekki afturkræfur, nema sjúklingurinn sjálfur eða aðstandendur hans sjeu þess megn- ugir að greiða hann að einhverju eða öllu leyti. — Undan- teknir þessum hlunnindum eru þó þeir sjúklingar, sem þrjóskast við áskorun hjeraðslæknis um dvöl i hæli eða sjúkrahúsi, svo og þeir, sem sýna megnt kæruleysi um smit- un annara manna, þrátt fyrir aðvaranir læknis. 1) Skýrslur um nolkun sjúkrahúsa, frá siðustu áruro, hefir rojer ekki lekist að finna, enda veittu þær sjálfsagt ekki beinlínis upplýs- ingar um pað atriði, er hjer skiftir máli. Samkvæmt heilbrigðisskýrsl- um landlæknis 1911-1920, Rvík 1922, bls. XCV, voru árið 1920 al- menn sjúkrahús ltjer á landi 15 að tölu, sjúklingar 1785 og legudagar ,58361.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.