Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 51

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 51
47 Ákvæði 16. greinar tekur þar við, er slyrktarákvæðunum í 14. og 15. gr. sleppir. Skilyrði þau, er reglan í 16. gr. setur, eru tvenn: að berklaveikur sjúklingur njóti styrksins og að hann hafi orðið styrkþurfi vegna sjúkdómsins. Hver lilgang- urinn nánar er með styrkveitingunni, eða til hverra þarfa að öðru leyti styrkinn skal nota, skiftir ekki máli, og undir regluna fellur t. d. flutningsstyrkur til sjúklingsins sjálfs eða framfærslustyrkur lil skylduliðs hans, meðan hann er veikur, o. þessk. Styrkþörfin og styrkhæðin er á mati fátækrastjórn- ar og styrkurinn greiðist eingöngu af sveitar- eða bæjarsjóði, að eins má ekki telja hann fálækraslyrk. Fyrra skilyrðið, að berklaveikur sjúklingur eigi í hlut, er undir ílestum kring- umstæðum fullskýrt, en þó gelur nokkurt mat komið til greina, einkum um endalok veikindanna. Þegar veikin baln- ar verður það ekki ákveðið upp á dag eða stund, hve nær veikinni lýkur og endurbati (Rekonvalescens) er kominn á þann rekspöl, að nú sje maðurinn ekki sjúklingur lengur. Sömuleiðis kemur nokkurt millibilsástand til greina, er veikin veldur örorku (Invaliditet), t. d. að maðurinn missir hönd eða fót. Meðan berklalækningunni ekki er lokið, nýtur hann aðstöðunnar eftir 16. gr., þótt hann líka sje orðinn örkuml- aður. Að lækningu lokinni á hann þar á móti við sömu kjör að búa og aðrir öryrkjar, sem ekki njóta slysatrygging- ar. Um vafasöm atriði í þessu efni verður fyrst og fremst að hlíta læknisdómi og að öðru leyti er það bersýnilega í anda berklavarnalaganna, að ákvæðið sje ekki skýrt þröngt, að vafi í þessum efnum fremur komi styrkþega í hag.1) Síðara skilyrðið, að sjúklingurinn hafi orðið slyrkþurfi vegna sjúkdómsins, verður eftir orðunum að skilja á þá leið, að hann byrji að þiggja styrk sökum veikindanna. Sje hann áður kominn á látækraframfæri, nýtur hann ekki hlunninda 16. greinar. c. Loks má í þessu sambandi nefna, að samkvæmt 2. málsgrein 3. greinar laga nr. 76, 28. nóv. 1919, á yfirsetu- kona heimtingu á því, að sveitarsjóður greiði henni þóknunina íyrir yfirsetustarf, ef sængurkona þiggur af sveit eða er svo fátæk, að hún getur ekki borgað, og skal ekki telja þau gjöld, sem veittan sveitarstyrk. 1) Sbr. greinargerö berklaveikisnefndarinnar við 16. gr., nefndarálit bls. 26-27.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.