Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Síða 59
Að öðru leyti er rjett að taka það fram, að ellistyrkslögin
innihalda ofurlitinn vísi að öryrkjastyrk, einnig án slysfara,
þar sem 14. gr. þeirra heimilar að styrkja heilsubilaða fá-
tæklinga, þó ekki sjeu þeir orðnir sextugir.
Að öllu athuguðu fer því fjarri, að svo komnu, að al-
menni ellistyrkurinn beri nafn með rentu. Hvað sem verða
kann einhvern tíma í fjarlægri framtíð, þá er ekki leyst úr
því, að því er nú lifandi menn snertir, hvernig sjá eigi fyrir
þurfandi gamalmennum.
B. Sjerstök ákvæði um Iífeyri o. þessk.
Hjer skulu að eins nefnd aðal-atriðin úr skipulagi því, er
nú gildir um lífeyri embællismanna o. fl. Eldra skipulagið
um eftirlaun stóð fram til 1920, lög nr. 72 og nr. 73, 1919, og
hefir því töluverða raunverulega þýðingu enn þá, en hún
minkar vitanlega með ári hverju.
Samkvæmt lögum nr. 51, 27. júní 1921 um lífeyrissjóð
embættismanna og ekkna þeirra, skal hver embættismaður,
er laun tekur eflir almennu launalögunum, verja 7% af
launum sinum til þess að kaupa lifeyri í lífeyrissjóðnum, en
til stofnfjár hans lagði rikissjóður 50.000 kr. eitt skifti
fyrir öll, svo og ábyrgð á greiðslu lifeyris, 6. gr. Rjettur
embættismannsins er hins vegar að fá lífeyri, sem nemur
27°/oo af launum þeim samanlögðum, sem hann hefir greitt
iðgjöld af, ef svo fer, að hann fær lausn frá embætti sökum
elli eða vanheilsu. Ekkja hans á sömuleiðis rjelt á lífeyri,
er nemur 3/í af byrjunarlaunum í síðasta embætti mannsins,
og jafnt hvort sem maðurinn enn var i embælti eða farinn
að njóta lífeyris. Hvorttveggja, lífeyrir embættismanns og
ekkju, er nokkrum nánari skilyrðum háð. Sje embælti lagt
niður á embættismaðurinn rjelt á því, að fá iðgjöldin endur-
greidd, eða halda lifeyrisrjettinum, 4. málsgr. 4. greinar, sbr.
lög nr. 41, 27. júní 1925.
Úr ríkissjóði nýtur ekkja enn fremur V10 af lágmarkslaun-
um embætlis þess, er maður hennar hafði, þegar hann ljest
og í viðbót má veita henni 50—100 kr. árlegan uppeldisstyrk
handa hverju barni þeirra fram til 16 ára aldurs, ef þörf er
fyrir hendi. Sömuleiðis getur konungur veitt munaðarlausum
börnum embættismanns 100—200 kr. árlegan styrk, ef þau
þurfa, alt fram að 16 ára aldri.
í lögum nr. 33, 27. júní 1921, um lífeyrissjóð barnakennara