Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 66
62
Þar geta mats-atiiði komið til greina, fyrst og fremst um
það, hvað almennings heill útheimli, en kringumstæður ein-
staklingsins geta einnig komið til álita. En þessu mati er alt
öðru vísi varið en mali á styrktar-verðleikum. Það sviftir
einstaklinginn ekki örygginu, nær að eins til aukastyrktar,
sem frá sjónarmiði hans er uppbót eða góðgjörð, enda ekki
fyrst og fremst gerð hans vegna, heldur þáttur í almennri
ráðstöfun tryggingarinnar.
Það sem helst hefir verið fundið að tryggingarskipulaginu,
þó fremur á byrjunarskeiði trjrgginganna en nú á dögum,
er tryggingarskyldan, sem er óhjákvæmilegt grundvallaratriði
i skipulaginu. Án skyldunnar var ekki með neinni vissu
liægt að ná til þeirra, sem helst þurfa tryggingarinnar við,
án skyldunnar verður allur grundvöllurinn óvissari, þ. e.
trJrgS'n8*n verður d5rrari, og án skyldunnar þurfa tryggingar-
sjóðirnir að vera miklu stærri, til skaðræðis fyrir atvinnulif
landsins, þvi meira, því stærri sem þeir eru og landið fá-
tækara undir.1) Af þessum og þvílíkum ástæðum, verður
ekki hjá því komist að skerða frjálsræði einstaklingsins til
þess að vera ótrygður. En þetta frjálsræði, sem er alveg
samskonar og frjálsræðið til þess að vera óbólusettur, til
þess að lialda börnum sínum frá kenslu, til þess að úthýsa
mönnum eða til þess að láta þá afskiftalausa, þó þeir sjeu í
lifsháska staddir, á engan rjett á sjer. Það er að eins afleið-
ing af skipulagsleysi, sem hverfur með þvi, alveg eins og
illgresið, þegar land er tekið til ræktunar.
Loks er sá stóri kostur á tryggingarskipulaginu, að þvi er
framkvæmdina snertir, að inn í það má hæglega fella stjrrkt-
arfyrirkomulag, þar sem það er komið á, eöa á fult eins vel
við. Auk þess er auðvelt að bæta við það, svo mögulegt er
að byrja tryggingarskipulagið á tiltölulega takmörkuðu sviði,
en vitanlega kemur það að því fyllra gagni, því betur sem
þvi er beilt.
Þegar hugsað er til þess að koma tryggingarmálefnum
hjer á landi á betri rekspöl, virðist það liggja næst að hafa
fyrir augum — sem form, er ráðstafanirnar gætu fallið inn
1) Sbr. Gonrad: Politische Öekonomie, 2. Bd. bls. 368—9: . . . Es
miissen hier aber auch weit grössere Reserven aufgespeichert werden,
svelche der laufenden volkswirtschaftlichen Anlage enlzogen werden.
Auch dies ist eine Last fiir die Volkswirtschaft, die in einem jedem
Lande schwer empfunden wird und um so drúckender ist, je iirmer
das Land ist.