Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 67

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 67
63 i og fylt úl — heildarskipulag með t^ggingarsniði, almanna^ tryggingu. Næsta atriðið, sem þá kemur til athugunar, er það hversu yfirgripsmikil almannatryggingin þurfi að vera, til hverra áhættugreina hún nái og til hverra manna. Að því búnu má gera sjer grein fyrir skiftingu kostnaðarins, fyrir greiðslum og bótum til hinna trygðu og hvernig þeim skuli hagað, og loks fyrir starfrækslunni og skipulagi hennar. Tryggingarsviðið. 1. Áhættugreinarnar. a. Sjúkra- slysa- öryrkja- og etlitryggingar. Pað eru vitanlega sjúkra- slysa- og ellitryggingar, sem manntryggingar yfirleitt og fyrst og fremst beinast að, og allar ráðstafanirnar, sem gerðar hafa verið hjer á landi, eru á þessu sviði. En innan þessara aðalgreina, getur verið um ýmsar undirdeildir að ræða, sem sumar eru innan trygg- ingar, sumar utan. Á byrjunarstigi vill það einatt verða svo, að tryggingarráðstafanir stikli á stóru sleinunum, taki þær áhætturnar, sem mesta þjóðhagslega þýðingu hafa, sem íleslir verða fyrir, en skilji hinar eftir, sem færri menn eiga hlut að. En því meira sem dregur úr þjóðhagslegu kröfunum, því ríkari verður rjeltlætiskrafan til þess, að þessir fátiðari áhættuílokkar sjeu teknir með. Hilt er alt annað mál, að sjerstakir áhættuflokkar geta leitt til sjerstakra ráðstafana, — en ekki til þess að útiloka þá frá almannatryggingu. Innan sjúkratryggingar verða t. d. ráðstafanirnar með sjer- stöku móti eftir þvi, hvort um skammvinna eða langvarandi sjúkdóma er að ræða, trygging sængurkvenna er einatt talin sjerstök deild og sumir ólæknandi sjúkdómar (kroniskir) eiga frekar heima í öryrkjatryggingu. Örorka er og einatt afleið- ing af veikindum. Slysatryggingar telja atvinnuslys allajafna i sjerstökum flokki, af því að iðgjöldin hvila alveg eða aðallega á atvinnu- rekendum, en ekki af því að þeim sje að öðru leyti sjerstak- lega varið. Almenn slysatrygging verður ekki takmörkuð við atvinnuslys og nær i raun og veru til mjög mismunandi at- burða og afleiðinga. Frá tryggingarsjónarmiði geta sum slys

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.