Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Qupperneq 68
64
verið alveg hliðstæð skammvinnum sjúkdómi, önnur lang-
varandi veildndum og stigbreylingin getur náð alt til þess,
að um algerða, varanlega örorku sje að ræða, hliðstæða
ellibilun.
Ellitryggingar taka ekki síður til mjög mismunandi ástands.
Lög ýmsra þjóða greinir allmjög á um lágmarksaldur til
ellistyrktar, og ekki síður getur ellibilunin verið á barðla mis-
munandi stigi. Loks er ellitrjfggingin mjög háð því, hvernig
binum öðrum tryggingargreinum er skipað, sjerstaklega ör-
yrkjalryggingunni. Því betur sem frá henni er gengið, því
hærri getur almenni ellistyrksaldurinn verið.
Þetta er nægilegt til þess að sýna, að því fer fjarri, að
skörp takmörk sjeu milli sjúkra- slysa- öryrkja- og ellitrj'gg-
inga, að innan þessara aðaltegunda getur jafn óliku verið til
að dreifa eins og milli flokkanna og að engin áhættutegund
verður með rjettu útilokuð frá almannatryggingu, þó henni
liggi nærri að falla milli deilda, svo sem »kronisk« veik-
indi o. þvil.
Frá tryggingarsjónarmiði eiga allir þessir aðal- og auka-
flokkar sammerkt í því, að hinn trygði er frá vinnu um
lengri eða skemmri tíma og ófær, eða miður fær, til þess að
sjá fyrir sjer og sínum. Nánari flokkun fer svo eftir því,
hverjar ráðstafanir eru mögulegar eða líkiegar til þess að af-
stýra skaðanum eða hæta úr honum, sje hann skeður. Að
miklu leyti mundi sú flokkun einatt vera háð því, hverja
orsök væri um að ræða — veikindi, elli eða annað — en
þvi fer fjarri, að svo væri altaf. Ráðstafanir til þess að bæta
örorku yrðu t. d. með sama sniðinu, hvort sem orsökin
væri elli, slys eða veikindi.
Menn eru nokkurn veginn orðnir sammála um það, að
áhættugreinar þær, er nefndar voru hjer að framan, sjeu
hæfar til almannatrj'ggingar, enda vofa þessar hæltur yfir
hverri einustu manneskju. Vafaatriðin um það, hve langt
megi beita skyldutryggingum, snerta aðallega tvennskonar
svæði. Að einu leytinu, hvort og að hve miklu leyti rjett-
mætt sje og mögulegl að fella tryggingu alvinnulausra inn
í almannatryggingu, að hinu leytinu, hversu haga skuli
framfærslu vandamanna hins trj’gða, þeirra er eiga fram-
færi sitt undir afkomu hans.1) Bæði þessi vandaatriði virð-
1) General problems of social insurance, gefin út af International
labour oífice, Geneva 1925. § 5. Survivors insurance, bls. 99.