Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 71

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 71
67 veðurfari, eða öðrum slikum skilyrðum. Að eins yrði þetta, frá sjónarmiði almannatryggingarinnar, að vissu leyti auka- starf, sem hun að eins rækti sjer að skaðlausu. c. Framfærslutrvgging. Framfærsla vandamanna hins trygða er á ýmsan hátt sett í samband við aðaltrygginguna. Skipulagið í þessu efni er með sínu sniði sitt í hverju landinu. Sökum þess að framfærsla ekki er tekin fyrir sem sjerstök tryggingargrein, ber skipu- lagið mjög merki þess, hvernig trj^ggingum að öðru leyti er fyrir komið, og verður að ýmsu leyti útundan. Ýmist er ekkju og börnum ætlaður ákveðinn hluti af lífeyri fram- færslumanns, eða þá að þeim eru greiddar dánarbætur með ákveðinni upphæð í eitt skifti fyrir öll. Vill það skipulag verða mjög ónákvæmt, en eftirlit verður að vísu að sama skapi auðveldara. Einalt kemur framfærsla að eins mjög ó- beint til greina í trj'ggingarskipulaginu, svo sem er trygging- arupphæð og iðgjöld eru miðuð við tekjur eða laun hins trygða, meðal annars með það fyrir augum, að jafnaðarlega slandi tekjur og framfærsluskylda í nokkru hlutfalli innbyrð- is. Þetta er vitanlega ófullnægjandi skipulag, enda að eins talið til afbötunar, meðan annað skárra ekki er komið á. Hjer á landi virðist góð aðstaða til þess, að taka upp sjálf- stæða og eðlilega úrlausn á þessu máli. Hvorki er hjer að óttast erfiðleika á gæslu, ekki er því heldur til að dreifa, að gildandi skipulag á tryggingarmálum sje svo mótað af tillit- inu til framfærslu, að óhæfileg röskun sje því samfara, að taka framfærsluatriðið fyrir til sjálfstæðrar úrlausnar. Bæði er tryggingum yfirleilt skamt ltomið og þær taka ekki ákveð- ið tillit til framfærslu, nema að því er snertir dánarbætur, samkvæmt slysatryggingarlögunum, og sjúkrahjálp til barna hins trygða, samkvæmt sjúkrasamlagslögunum. Þegar almannatrygging er tekin upp, að því er sjálífæra menn snertir, t. d. frá 16 ára aldri, kemur sjerstakt skipulag á framfærslu að eins til greina að því er snertir börn, innan þessa aldurs. Að vísu er það hugsanlegt, að ekkjuframfæri kæmi sjálfstætt til greina, þrátt fyrir almannatryggingu, þó tæplega nema ekkjan ælti fyrir börnum að sjá, og færi þá úrlausn málsins eðlilega saman fyrir móður og börn. Hjer er því að eins framfærslutrygging barna höfð fyrir augum. Hin eðlilega og róttæka úrlausn þessa málefnis felst í þvi, er að framan var lýst, að sameiginleg áhættuákvöi ðun allra

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.