Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 76

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 76
72 mörkum og byggja almannatiygginguna upp með það fyrir augum, að allir landsmenn ættu aðgang að henni. Trygg- ingarskyldan skifti í þessu efni minstu máli, af því að al- mannatrjrggingunni væri það útlátalítið að hafa deild, þar sem menn gætu trygt sig eins og i hverri annari einkatrjrgg- ingu. t*eir, sem hefðu trygt sig þannig, eða á annan hátt, sem almannatryggingin tæki gildan, væru þar með undan tryggingarskyldu. Þetta fyrirkomulag væri almannatryggingunni útlátalítið, sökum þess að hún yrði hvort sem er, að hafa sjerstaka deild, er starfaði að mörgu leyti líkt og einkatrj'gging. Til þessa kæmi bæði vegna útlendinga, er hingað flyttu og vegna íslenskra rikisborgara, er verið liefðu utan tryggingar sökum langdvala erlendis. Óbeinn kostur, sem fylgdi því að láta almannalrygginguna ná til allra landsmanna, væri sá, að þá væri stöðugt til taks hjá almannatryggingunni alment manntal, í fullu lagi á hvaða tima sem væri (Folkeregister). Væri það til margvís- legs hagræðis í mörgum efnum, langt út fyrir tryggingar- starfsemina, auk þess að það með tímanum yrði vísinda- legur fjársjóður. Rjettur hins trygða. Starfsemi almannatryggingar beinist fyrst og fremst að því, að afstýra hæitunum. Hvort þetta snertir beinlínis einhvern einstakling og þá kemur fram gagnvart honum sem stuðn- ingur á einhvern hátt, er alveg undir atvikum komið. Hjer er um þátt í starfrækslu tryggingarinnar að ræða — og það aðalþáttinn. Um styrk eða greiðslur til hins trygða verður þá fyrst að ræða, er almennu varnaráðstafanirnar bila, skaðinn verður eða byrjar að ske. Á hverju sviði tryggingarinnar sem skaðann ber að, verða ráðstafanirnar, að því er hinn trygða snertir annaðhvort læknishjálp og hjúkrun, eða framfærsla, eða þelta hvort- tveggja saman. 1. Læknishjálp og hjúkrun. Frá hverju sjónarmiði sem á er litið, er það stórlega þýð- ingarmikið að læknishjálp komi til þegar í stað, eða svo

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.