Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Blaðsíða 84
80
atvinnurekstur hefir skaðleg áhrif á heilsu, eða veldur ör-
orku, án'slysa, fyrir aldur fram, er það nauðsynlegt, að at-
vinnureksturinn greiði iðgjald, er þessari sjerstöku áhættu
svarar. — Mælikvarðinn i þessu efni yrði yfirleitt sá, að at-
vinnurekstur skuli greiða iðgjöld, er svari til þeirrar sjertöku
áhættu, er honuni er samfara. En yfirleitt, um almenn trygg-
ingargjöld, hefði almannalrygging lilla hvöt til þess að halda
sjer að atvinnurekendum. — Það er alt annað mál, að trygg-
ingin gæti gengið að launum þess manns, er ekki greiddi sitt
tryggingargjald með öðru móti.
Hinir trygðu greiða nú sem stendur það sem ávantar, þannig
að skaðinn skellur þar sem hann hittir. Hverju þetta nemur
fyrir alla landsmenn samtals, er ekki hægt að áætla með
neinni vissu. Það eina vissa er að þeir bera skaðann, hverju
sem hann svo nemur. — Eðlilegasta sldpulagið í þessu efni,
að minsta kosti fyrst í stað, væri þá það, að hafa fastákveðið
gjald fyrir hvern trygðan mann, þó þannig að þetta gjald
mælti hækka eða lækka, innan vissra takmarka, með sam-
þyktum í hverju tryggingarbjeraði. Yrði þessu að fylgja, að
gjöldin gengi fyrst og fremst til kostnaðar innan hjeraðs.
Með því móti yrði fyrirkomulagið liðlegra og ljeti opið svig-
rúm fyrir nokkurt sjálfræði hinum einstöku tryggingarhjer-
uðum til handa, einnig fjárhagslega. Hvernig grundvallar-
iðgjaldið væri ákvarðað, skifti þá ekki mjög miklu máli og
nærri lægi, í samræmi við rikissjóðs- og hjeraða-framlagið,
að ganga út frá 15 kr. árgjaldi fyrir hvern trygðan mann.
Með hæfilegum ákvæðum til stuðnings um innheimlu
tryggingargjaldsins, þyrfti ekki að gera ráð fyrir miklum van-
höldum, en það sem þau næmu, svo og afsláttur til handa
mönnum með stóra fjölskyldu, ætti að vinnast upp með
gjaldi því á einhleypingum, sem nefnt var á bls. 70—71 hjer
að framan.
Tekjur almannatryggingarinnar yrðu eftir þessu 45 kr. á
mann, auk iðgjalda fyrir sjerstakar áhæltur. Ef næg gögn
væru fyrir hendi, mætti sjálfsagt komast nokkuð nær þvi,
að einu leytinu hver upphæðin mætti vera, að hinu leytinu
hver hún þyrfti að vera, en meira en líkur yrði þetta ekki.
Yissan í þessu efni gæti ekki komið, fyr en almannatrygg-
ingunni færi að vaxa fiskur um hrygg. Hversu fagurlegir út-
reikningar sem fyrir hana væru lagðir, yrði hún á byrjunar-
stigi um fram alt að fara varlega. Gagnið yrði þá að vísu