Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 86

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Side 86
82 1. Frumstig tryggingarstjórnar. Frumstigið í stjórn og starfi tryggingarinnar yrði vafalaust að miða við sveitarhjeruðin. Þeirri skiftingu eru menn þaulvanir, hún er í svo góðu samræmi við staðháttu, sem verða má, og þótt símar og bif- reiðaferðir, á stöku stað, hafi breytt þessu nokkuð á síðustu árum, er það ekki meira en svo, að tryggingarstjórnir, þeg- ar þær væru komnar á fót, væru best til þess fallnar, að stinga upp á hagkvæmari skiftingu. Innan sveitar eru menn yfirleitt þaulkunnugir hver öðrum og þrátt fyrir alt þras, er það þó þar, sem menn eru helst vanir við að slanda saman og styðja hver annan. Sjálft stjórnarskipulagið er ekki ástæða til þess að rekja, nema í aðaldráttum. Eðlilegast væri að jafnaði að hafa 3 menn í stjórn, ólaun- aða, kjörna til 6 ára, þannig að 1 væri kjörinn annaðhvort ár. Með því móti væri sjeð bæði fyrir samhengi (kontinuitet) og endurnýjun á stjórninni. 1 fyrstu væru allir 3 kosnir af sveitarbúum, 21 árs og eldri, og ætti framfærslumaður- eða kona atkvæði fyrir hvern yngri trygðan mann á framfæri, siðar væri 1 af 3 stjórnarmönnum skipaður af næsta stjórn- arstigi, sýslustjórn. Stjórnarmenn skiftu með sjer störfum, þannig, að formaður annaðist störf og framkvæmdir, er beint vissu að hinum tr}'gðu, gjaldkerinn annaðist fjárreiður allar og ritari aðstöðuna gagnvart yfirstjórn og skýrslugerð alla. — Kjörgengi væri ekki ástæða til þess að binda sjerstökum skilyrðum, nema ef vissara væri að fátækrastjórnarmenn væru ókjörgengir fyrsta timabilið, svo ekki slæddist neitt af þeirra þankafari yfir i tryggingarstarfið. Nauðsynlegt atriði um skipun stjórnarinnar væri það, einkum á byrjunarstigi, að yfirstjórn gæti vikið stjórnar- mönnum frá starfanum og skipað annan þangað til nýr væri kjörinn. Eins og starfinu yrði háttað, er það með töluvert öðru sniði, enn menn eru vanir í svipuðum efnum. Sjálfstæð framtakssemi (Initiativ) er miklu nauðsynlegri í þessum efn- um en í flestum öðrum. — Stjórnarfarið hefir um margar aldir verið svo, að vegurinn til lofs og æru fyrir opinbera starfsmenn og embættismenn var sá, að hafa sig sem hæg- asta, gera sem minst umfram bein skyldustörf. Með því móti urðu menn vinsælir, velmetnir og kanselliráð. Fenna arf má almannatryggingin ekki með nokkru móti taka. Afar-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.