Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Qupperneq 92
88
Er stundir líða, yrði sennilega tekin upp regluleg þingaskip-
un i þessum efnum, hjeraðsþing og alment þing.
Dómnefndir, Öryggis vegna væri það nauðsynlegt, að bæði
hinir trj'gðu og tryggingin gætu skotið ágreinings og vafa-
atriðum til óháðs úrskurðar, án þess að þurfa að liggja í
venjulegum málaferlum, enda dómstólar einatt ekki vel til
þess fallnir að leggja úrskurð á þesskonar málefni. — Þyrfti
þá í hverju tryggingarhjeraði, sýsluhjeraði eða stærra, að
skipa nefnd hæfra manna, er úrskurðaði ágreiningsatriði
um tryggingarmálefni. — Sameiginlegt áfrýjunarstig yrði svo
að vera fyrir alt landið.
Slíkar nefndir gælu starfað kostnaðarlitið að öllum jafnaði,
væri þeim rjett að leggja kostnað á annan aðila eða báða,
þó með heimild til þess að gera hinu opinbera kostnaðinn.
Upptaka almannatryggingar.
Aðalatriði þau, er nú voru talin, eru hugsuð sem frum-
drættir að tryggingarskipulagi, sem nota mælti sem umgerð
eða mót, er fella mætti inn í ýmsar ráðstafanir viðvíkandi
tryggingum, jöfnum höndum og liltækilegt væri að taka þær
upp. — Skipulagið er mótað af þvi, að ekki sje nauðsynlegt
að taka það að öllu upp í einu, gengur því að sumu skemra,
að sumu lengra, en við ætti þegar almannatrygging væri farin
að starfa til fullnustu. Auk þess þarf margra leiðrjettinga,
breytinga og umbóta og kemur þar að sjálfsögðu mjög til
kasta lækna, er reynsluna hafa um líknarstarfsemi hjer á
landi, enda er, af eðlilegum ástæðum og ásettu ráði, minst
farið út í þá hlið tryggingarmálanna, er beint veit að læltn-
um og starfsemi þeirra. — En yfirdómarinn í öllum þessum
efnum hlýtur reynslan að verða og þvi nauðsjmlegra er það,
að gera skipulagið og upptöku þess þannig úr garði, að
reynslunnar geti notið án þess að tefla i ofmikla tvísýnu.
Eins og tryggingarmálum er kornið hjer á landi, má það
þvi nær einu gilda, hvar niður er borið, alt er betra en
ekkert. Ef til vili lægi næst að snúa sjer að þeim slysförum,
sem enn eru utan tryggingar, og langvarandi sjúkdómum, en
þetta er í rauninni algert álitamál.
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er það heldur ekki aðalatriðið,
hversu bæta má við nýjum áhættuflokkum. Núverandi kyn-