Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1926, Page 93
89
slóð er með sínu marki brend, það verður ekki úr skafið
þótt margt megi bæta.
Algerlega þgðingarmesla atriðið um upplöku almannairggg-
ingar, höjuðatriðið, er það, að trgggingin taki til barnanna
jafnóðum og þau fœðast. Með þvi móti vex almannatrggg-
ingin eðlilega upp með börnunum. Á þenna hátt er óhætt að
byrja, hjer er ekki eftir reynslu að bíða, hún kemur jöfnum
höndum. Það fæðast árlega hjer um bil 2500 nýjir Islend-
ingar. Áhætta hins opinbera um hvern árgang yrði því harðla
yfirsjáanleg, hún fer aldrei með landið á höfuðið, ef annað
gerir það ekki.
Auðæfi og örjrggi hverrar þjóðar eru hraustir og hæfir
menn. Án þeirra koma peningar eða annað verðmæti, sem
með þeim er mælt, að litlu haldi.
Þjóðar-fleytan liggur nú undir áföllum, og enginn veit
hver sigling er fram undan. Fleytan er þung i vöfunum og
ekki ólíkleg til þess að skola ónytjunga af sjer. Hjer þarf að
vera valinn maður í hverju rúmi, því borðin eru þunnskip-
uð. Skipsbúnaður er fátæklegur og ekki eru seglin stöfuð —
en ferjan sjálf er traust og þolir siglingu.
1