Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Page 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1927, Page 11
9 Hjeðan hafa komið rannsóknir á sullaveikinni á íslandi og rannsóknir um islenska mannfræði, frá læknadeildinni, en rannsókn landsins, gróðurs þess og dýralífs hefir Háskólinn ekkert lálið til sín taka. Frá íslandi hafa þó komið mikilsverðar rannsóknir um náttúrufræði landsins, en Háskólanum að þakkarlausu. Is- lenska rikið hefir og lítið gert til þess að auka þekkinguna á náttúru landsins. l3ó ber að geta þess, sem gert er. Nokkr- ir styrkir hafa verið veitir í fjárlögum og nú nýlega var Bjarna Sæmundssyni fiskifræðing veitt lausn frá kenslustörf- um með fullum launum, til þess að geta gefið sig við vís- indalegum rannsóknum. Það var vel gert og maklegt um svo mætan visindamann. En þetta er ekki nóg. Laun Bjarna Sæmundssonar eru bundin við hann persónulega og þegar hann fellur frá, erum við staddir í sama öngþveitinu og áð- ur. Erlendir visindamenn koma hingað árlega til náttúru- fræðisrannsókna af því að hjer er svo margur óplægður akur á þeim sviðum. Við eigum sjálfir að plægja akra vora og þess vegna eigum við að bæla í Háskólann kennarastóli fyrir náttúrufræðing. Jeg ætlast ekki til þess, að við getum fyrst um sinn kent hjer nátlúrufræði eiu's og við aðra háskóla, en 1 eða 2 menn geta mikiu gagn gert. Feir geta kent stúdenlum úr öllum deildum almenna líffræði (biologi), likt og þeim eru nú kend forspjallsvísindi, en að öðru leyti á aðalstarfið að vera rann- sókn landsins og leiðbeining ungum vísindamönnum, sem að slikum rannsóknum vilja starfa. Bið sjáið, ungu stúdenlar, að nóg er að gera hjer við Há- skólann og ekki hvað minst undir ykkur sjálfum komið, hvort íslendingar eiga að halda áfram að kallast menningar- þjóð, og kröfurnar verða æ rneiri og meiri. Það er ósk mín og von til ykkar, að ykkur megi lánast að hjálpa til þess að gera garðinn frægan og auka þannig hróður Háskóla íslands. 2

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.