Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 53
51
Ivr. 4000.00 kr.
c. Þórður Þórðarson .......-— 2000.00
d. Stefán Guðnason ......... — 2000.00
e. Bragi Ólafsson .......... — 2000.00
f. Bjarni Benediktsson ......— 4000.00
g. Finnur Sigmundsson .... — 2000.00
li. Þorkell Jóliannesson .... -— 1000.00
36500.00
kr. 17000.00
6. Samkv. 2. gr. 3. b.
Til stúdentagarðsins ..................... — 1500.00
7. Til óvissra gjalda .................... — 5000.00
Kr. 60000.00
XII. Skýrsla og álit
dóninefndar um samkeppnispróf um prófessorsemhættið i
íslenzkri sagnfræði.
Til heimspekisdeildar.
A fundi 30. júní 1930 ályktaði heimspekisdeild, að samkeppni
skyldi fara fram milli umsækjanda um prófessorsembættið í is-
lenzkri sagnfræði, og beindi jafnframt þeiin tilmælum til 5 manna,
að þeir tæki að sér að dæma um þetta samkeppnispróf. Fjórir þess-
a*a manna urðu við þeim tilmælum, en hinn fimmti, dr. phil. Hannes
Þorsteinsson þjóðskjalavörður, skoraðist undan því með bréfi dags.
-• júli 1930. Vegna sumarleyfis og fjarvistar sumra deildarmanna og
dómnefndarmanna var ekki meira gert í málinu, þangað til 19. sept-
ember. Þá var ályktað á fundi heimspekisdeildar að biðja prófessor
theologiae Magnús Jónsson að taka sæti í nefndinni í stað dr. Ilann-
esar Þorsteinssonar, og tókst hann það á hendur. Með því var undir-
ntuð dómnefnd um samkeppnisprófið fullskipuð. Á fundi nefndarinn-
31 20. sept. voru samþykktar svohljóðandi reglur um fyrirkomutag
samkeppnisprófsins:
Raunin er tvennskonar:
1. Skráð sé ritgerð um verkefni, er dómnefndin velur og skilað
se vélritaðri til háskólaritara, og ef keppandi er erlendis, þá til
sendiherra íslands i Kaupmannahöfn, í síðasta lagi 1. des. 1930.
Dómnefndin dæmir svo ritgerðirnar og ákveður siðan, hverir
keppanda skuli taldir hæfir til halda samkeppnisraun áfram.