Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 63

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 63
61 Um fjársöfnun er það aS segja, að ekki er þess að vænta, að miklu fé verði safnað inn nú, þegar kreppa mikil gengur yfir land og þjóð. Bygging Stúdentagarðs verður því enn að bíða nokkuð, en vonandi verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að hefjast handa. Fyrir nokkru var borið fram í þinginu frumvarp til laga um bygg- ing Háskóla, og honum jafnframt ætlaður staður vestanvert við suð- urenda Tjarnarinnar. Er það mjög fagur staður. Stúdentum hefir lit- izt vel á þennan stað, ekki einungis til háskólabyggingar, heldur og til Stúdentagarðs. Landrými er nóg fyrir hendi, og virðist oss ekkert vera því til fyrirstöðu að þessi tvö stórhýsi geti risið þar upp hlið við hlið. Fyrir þessu hefir og verið gert ráð, sbr. Stúdentablaðið 3. árg. 7. tbl. Eignir Stúdentagarðs hafa vaxið um 16.475.43 kr. á tíma- bilinu 1930—1931, og stafar sú aukning aðallega af ágóða á happ- drættinu. Lánssjóður stúdenta. Þriðja stofnunin sem starfar á vegum Stúdentaráðsins er Láns- sjóður stúdenta. Markmið hans er, svo sem kunnugt er, að veita stú- dentum lán með hagkvæmum kjörum. I stjórn Lánssjóðsins eru nú Ólafur Lárusson prófessor, Björn Arnason cand. jur. og Ólafur Sveinbjörnsson stud. jur. Sjóður þessi er nú þegar farinn að starfa að iniklu gagni fyrir stúdenta. Skuldlaus eign hans um síðustu áramót var kr. 2380.70, en hann hefir fengið hagkvæm lán hjá Háskólaráði, til útlánastarfsemi sinnar, og hefir þegar veitt 33 lán til stúdenta samtals 13800.00. AIls voru veitt þrettán ný lán á árinu. Lánssjóður stúdenta er ein hin þarfasta stofnun og líkleg til þess að geta orðið stúdentum mikill styrkur i hinu langa og dýra námi þeirra, er fjárhagur hans eflist, en takmarkið hlýtur að vera, að geta útvegað öllum íslenzkum stúdentum, án tillits til hvar þeir stunda nám, hagkvæmt lán. Til þess að þetta geti orðið sem fyrst, fór Stúdentaráðið fram á það við fulltrúaráð Lánssjóðs stúdenta að það reyndi að afla sjóðn- um nægilegs starfsfjár, svo að hann fengi fulinægt lánsþörfinní. Hugsaði Stúdentaráðið sér það á þá leið að sjóðir þeir sem Háskóla- ráðið hefir með höndum, væru ávaxtaðir i Lánssjóði eftir því sem hann hefir þörf fyrir, og að útveguð yrði ríkisábyrgð eða önnur trVgging á skuldbindingum sjóðsins, en svar við þessari málaleitun hefir ekkert fengizt ennþá. Önnur mál. Þá vil ég fara nokkrum orðum um önnur mál, er Stúdentaráðið hefir látið til sin taka. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.