Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 57
55
öðrum þáttum verkefnisins, svo sem sambúð húsbænda og verka-
fólks. Meðferð hans á efninu er þvi einhæfari en nefndin telur rétt
vera. En hún telur ritgerðina bera höfundinum ágætt vitni um dugnað,
rannsóknarhæfileika og góða dómgreind. Hún taldi þvi einnig einsætt,
að þessum keppanda yrði veittur kostur á að halda fyrirlestur.
Uni hina keppendurna varð það niðurstaða nefndarinnar, að rit-
gerðir þeirra stæði svo að baki ritgerðum hinna tveggja, sem nefndir
hafa verið, að engu gæti skipt um úrslitin, þótt þeir héldi líka fyrir-
lestur, og varð því að ráði, að aðeins 2 hinir fyrstnefndu lyki raun-
inni með þeim hætti.
Um ritgerðir fjögurra siðastnefndu keppandanna vill nefndin taka
þetta fram:
Ritgerð Guðbrands Jónssonar tekur að því leyti hinum ritgerð-
unum fram, að honum hefir tekizt að safna flestum rannsóknarefnum
til meðferðar. Og er ritgerðin því að þessu Ieyti yfirgripsmest. Ber
hún höfundi vitni um dugnað, glöggskyggni um margt og fróðleik,
serstaklega á kirkjuleg fræði. Aftur á móti þótti ritgerðin gölluð að
verulegu leyti um frágang og meðferð heimilda.
Ritgerð Hallgrims Hallgrímssonar er fremur liðlega samin og viðað
að allmiklu efni. En mjög brestur á, að höfundur hafi unnið úr því
efni, skýrt heimildirnar eða metið gildi þeirra.
Ritgerð Jóns Dúasonar ber á köflum vitni um talsverða hugkvæmni,
en efnisskipun er allábótavant, meðferð heimilda viða mjög gölluð
°g niðurstöður hæpnar. í frágangi ritgerðarinnar brestur mjög á
vandvirkni.
Ritgerð Sigurðar Skúlasonar er lipurlega samin, á góðu máli og
tfágangur allur í bezta lagi. Sýnir ritgerðin iðni höfundar og at-
orku. En nefndinni virðist, þrátt fyrir þessa kosti og þann fróðleik,
sem höfundur hefir saman dregið, hann ekki hafa gert sér rann-
sóknarefni þau, er í verkefninu felast, nægilega Ijós eða krufið þau
til mergjar.
Fyrirlestrar keppandanna Árna Pálssonar og Þorkcls Jóhannes-
sonar voru háðir vel fluttir og sýndu báðir kunnugleika og skiln-
ln® höfundanna á efninu. Er i rauninni að mörgu leyti svipað að
segja um fyrirlestrana og fram var tekið um ritgerðir þeirra. Nefnd-
m telur þessa tvo keppendur að visu báða hæfa til þess að gegna
embættinu, en að öllu athuguðu hefir hún þó orðið sammála um
að leggja það til við deildina, að hún mæli með því, að Arna Páls-
syni verði veitt embættið.
Reykjavík, 4. apríl 1931.
Sigurður Nordal. Einar Arnórsson. Ólafur Lárusson.
Magnús Jónsson. Páll Eggert Ólason.