Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Blaðsíða 86
84
ástæða fyrir þvi, að ekki megi fá fulla viðurkenningu erlendra há-
skóla fyrir fyrri hluta prófi í verkfræði hér við háskólann.
Reykjavík 1931.
Steingr. Jónsson.
Undirbúningsnám i stærðfræði, stjörnufrœði o. fl. við háskólann.
Þeir stúdentar, sem ætla sér að gera stærðfræði, stjörnufræði,
eðlisfræði eða efnafræði að aðalnámsgrein sinni, geta tvö fyrstu
árin fylgzt með verkfræðinemum í bóklegu námi; þó mega þeir
sleppa teikningum, sem eru allverulegur þáttur i námi verkfræði-
nema, en þeir hafa þess í stað heimspekinám eins og aðrir háskóla-
stúdentar, og geta auk þess bætt við sig nokkru í aðalnámsgrein-
um sínum, án þess að skólinn þurfi sérstaklega að hugsa þeim
fyrir kennslu. Viðvíkjandi kennslu þessara námsmanna er þvi nægi-
legt að vísa til álits Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra um kennslu
verkfræðinema. Ég er honum sammála um möguleikana fyrir því,
að stúdentar, er leggja stund á áður taldar námsgreinar, geti mcð
fullum árangri stundað hér nám 2 fyrstu árin. Ég hafði reyndar
hugsað mér, að fyrst mætti notast við lausakennara, þar sem
Steingrímur hallast helzt að þvi, að fastakennarar verði skipaðir í
nokkrum tilteknum námsgreinum. Við nánari athugun er ég kom-
inn meira á þá skoðun, að heppilegast sé, að skipaðir séu fasta-
kennarar, ef þess er nokkur kostur, fjárhagslega séð. Að minnsta
kosti tel ég það algerlega nauðsynlegt, að bætt sé við náttúrufræði-
legri liáskóladeild, sem hafi fulltrúa i háskólaráðinu.
Reykjavík, 30. júní 1931.
Þorkell Þorkelsson.
Undirbúningsnám i hagfræði hér á landi.
Ég liefi fengið tilmæli uin að skýra nokkuð frá hagfræðinámi er-
lendis, til þess að upplýsa, hvort möguleikar væru til þess að byrja
á því námi liér á landi, en ljúka þvi erlendis. En því miður er ég
ókunnugur hagfræðinámi í öðrum lönduin en i Danmörku, og verð
ég því að láta mér nægja að skýra frá hagfræðináminu þar.
í Danmörku er hagfræðinámi nú hagað þannig, að próf er tek-
ið í tvennu lagi. Er fyrri hlutinn minni, og er gert ráð fyrir, að
próf sé tekið eftir 2—2% ár frá stúdentsprófi, en síðara prófið
3—3Vz árum þar á eftir. Það er því aðeins fyrri hlutinn, sem kemur
til greina í þessu sambandi. Námsgreinar, sem próf er tekið í við
fyrri hlutann, eru þessar 4: hagfræði i aðaldráttum, yfirlit yfir
danskan borgararétt, talfræði (statistik) Danmerkur og stjórnmála-
saga nýrri tima. Próf er munnlegt í öllum greinum, en auk þess skrif-
legt i hagfræði og borgararétti. Áður en menn ganga undir prófið